Það er gott að skýla sér bak við alþingi.

Sem betur fer eru það hvorki Steingrímur J né Guðlaugur Þór sem munu rita söguna, enda ekki í verkahring stjórnmálamanna að gera það. Þeirra verk er að skapa hana.

Sagan mun verða rituð, það er ekki víst að Steingrímur J verði ánægður með það sem þar kemur fram. Það er hætt við að nakinn sannleikurinn muni koma illa við kauninn á honum!!

Steingrímur skýlir sér bak við alþingi varðandi landsdómasmálið. Það veit hvert mannsbarn hvaða hugur liggur þar að baki og hver stóð að því. Steingrímur Jóhann getur ekki varpað þeirri sök yfir á aðra, ekki frekar en öllum öðrum svikum sem hann hefur staðið að gegn Íslensku þjóðinni.

Steingrímur er ekki einungis sekur um stjórnsýslubrot, heldur einnig brot á stjórnarskránni og svik við þjóðina. Það kallast landráð!!

Steingrímur er duglegur við að skýla sér bak við alþingi í þeim málum sem hann hefur klúðrað, duglegri er hann þó að hæla sjálfum sér þegar eitthvað snýst til betri vegar, jafnvel þó hann hafi hvergi komið þar að!!

 


mbl.is „Nú er þetta allt orðið ég einn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En var Geir einn ábyrgur á sínum tíma? Kom Steingrímur Geir til varnar? Gat Geir skílt sér bak við alþingi?

EN ER KARMA LÖGMÁLIÐ TIL?????????????????????????

Já, það er til, og það kemur hratt til baka eins og búmerang og er að fara að skella í höfðinu á ráðherrunum.....

Búmerangið (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband