3% maðurinn heimtar að alþingi hlýði sér!!

Þorvaldur Gylfason krefst þess að alþingi taki tillögur stjórnlagaþings og leggi óbreyttar fyrir þjóðina. Hann segir stjórnlagaþing vera þing allra landsmanna, svo fremi að það samþykki HANS tillögur.

Fulltrúar stjórnlagaþings hafa að meðaltali 1280 atkvæði að baki sér, 1,5% þeirra sem kusu eða 0,5% atkvæðisbærra Íslendinga. Sá sem krefst þess að tillögur stjórnlagaþings verði samþykkta óbreyttar af þinginu og flest atkvæði fékk til stjórnlagaþings, fékk einungis 7192 atkvæði, 8.6% þeirra sem kusu eða 3% atkvæðisbærra Íslendinga. Sá er fæst akvæði fékk hefur 347 atkvæði að baki sér eða einungis 0,4% þeirra sem kusu.

Heildarfjöldi atkvæða sem þessir tuttugu og fimm fulltrúar fengu var 32006 atkvæði,  einungis 38% þeirra sem kusu eða 13,7% atkvæðisbærra Íslendinga. Það getur verið að einhverjum þyki lýðræði fólgið í því að hópur fólks sem hefur 38% fylgi þeirra sem kusu geti krafist þess að alþingi Íslands beri að hlýða þeim.

Það hlýtur að vera lágmark að þeir sem ætla að gera kröfu til alþingis séu með að minnsta kosti 50% atkvæða þeirra sem kjósa!

Það er ljóst að stjórnlagaþing er ekki það sem efst er í hugum Íslendinga nú þegar stjórnvöld eru að skera niður á öllum sviðum. Það fjármagn sem í þetta stjórnlagaþing fer, væri betur varið til annars. Því er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun, fyrirkomulag og framkvæmd þessa stjórnlagaþings er misheppnað að öllu leiti.

 


mbl.is Þing allrar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem ég tel mikilvægast í nýrri stjórnarskrá eru skýr lög um kynferðislegt ofbeldi. Samkvæmt konum sem mest vit hafa á kynferðislegu ofbeldi hafa nánast allar konur verið beittar kynferðislegu ofbeldi af einhverju tagi (síðast í dag, til dæmis, sáum við vitnisburð konu sem brotið hafði verið á m.a. með augnaráði sem gaf til kynna að hún væri ekki lengur barn, og setningunni: "þú ert ekki lengur stelpa þú ert kona". Það brot gegn konunni (þessi setning) átti sér stað 11. jan 1986. Það kynferðisbrot sem fólst í augnaráði sem gaf til kynna að hún, brotaþolinn, væri ekki lengur barn átti sér stað þegar brotaþoli var á bilinu 15 til 20 ára - og væntanlega einnig eftir það. Fyrst það er svo að nær allar konur hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi af þessu eða öðru tagi þá gefur augaleið að nær allir karlmenn eru sínkt og heilagt að beita þær kynferðislegu ofbeldi. Samt ganga nær allir karlmenn landsins, já allir þessir glæpamenn lausir! Ég spyr: á það að viðgangast endalaust? Því málið er að kynferðisbrot gegn konum taka á sig svo óteljandi myndir: geta til dæmis verið á þann hátt, eins og við sáum á pressunni í dag, að viðkomandi fremji glæp sinn með því að segja : "þú ert ekki lengur stelpa, heldur kona." Eða með því að horfa á hana með augnaráði sem gefur til kynna að hann, brjótandinn, líti ekki lengur á hana sem barn, heldur sem konu. Þess vegna þarf svo ítarlega löggjöf um kynferðisglæpi gegn konum, þarf lög sem ná til dæmis utan um kynferðisbrot sem þessi.

asdis o. (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 20:10

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það eru sem betur fer ekki margir sem hafa gaman af kynferðislegu ofbeldi eða ofbeldi yfirhöfuð, en þeim mun meiri ástæða er sennilega til að óska Ásdísi o til hamingju með ótrúlega þróaðan húmor. 

En hvað varðar hrokafullar yfirlýsingar Prófessorsins í Kastljósi, má ef til vill þakka almættinu fyrir þá fyrirhyggju þeirra sem sömdu gildandi stjórnarskrá að hafa veitt okkur, þjóðinni, vald til að hafna þeirri afurð sem hann virðist ætla að þvinga stjórnlagaþingið til að samþykkja.

Kjartan Sigurgeirsson, 30.11.2010 kl. 20:44

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Stjórnlagaþing Þorvals Gylfasonar og Salvarar Nordal hefur ekki umboð neinnar þjóðar.  Þjóðin gaf frat í þetta stjórnlaga þing og það er það sem á að taka mark á. 

Salvör fer með fáránlegt bull þegar hún segir að þjóðin hafi kosið sér fulltrúa á þetta þing.  Ef einhverjir hafa kosið sér fulltrúa á þetta þing þá væru það helst Reykvíkvískir samfylkingar menn.

Hrólfur Þ Hraundal, 30.11.2010 kl. 21:08

4 Smámynd: Elle_

Ekki veit ég í hvaða álfu fyrsti commentarinn býr.  Nánast allir karlmenn níðingar gegn konum þar?  Hefur hún kannski aldrei heyrt um ofbeldi gegn börnum eða ofbeldi af hálfu kvenna, bara um voða, voða vonda menn??  Hlýtur að vera brandari og tek undir með Kjartani. 

Elle_, 1.12.2010 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband