Þóknanlegur listi fyrir suma

Það hallar verulega á hlut landsbyggðar í þessari niðurstöðu.

Þá verður ekki annað séð en að hinir ýmsu "sérfræðingar" sem RUV hampar hafi náð ágætri kosningu en fyrir guðs mildi eða heimsku kjósenda náði þó Jónas Kristjánsson ekki kjöri.

Vissulega eru nokkrar ágætar persónur innan um.

 


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ömurlegt að sjá Þorvald Gylfa, Silju Báru, Vilhjálm Þorsteins og Eirík Bergmann þarna. Ég einfaldlega treysti þessu fólki ekki!!!

Björn (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 17:29

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Get tekið undir þetta!

Gunnar Heiðarsson, 30.11.2010 kl. 18:50

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir sem völdust á stjórnlagaþing eru að mestu fulltrúar "Silfurs Egils" og þar hafa komið fáir af landsbyggðinni.  Til hamingju Egill Helgason. Sjálfsagt verður það þeirra hlutverk að "koma" ákvæði inn í stjórnarskrána, sem gerir það auðveldara fyrir Heilaga Jóhönnu & co að innlima landið í ESB.

Jóhann Elíasson, 30.11.2010 kl. 19:43

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég hef áhyggjur af sjálfstæði þjóðarinnar, að það vald sem nú liggur hjá þjóðinni verði skert til að auðvelda afsal til ESB.

Ég hef áhyggjur af kjördæmaskipan, að horft verði eingöngu til vægis atkvæða í stað þess að horfa frekar til aðgengis að stjórnsýslunni og löggjafavaldinu að ekki sé minnst á sérstöði dreifbýlisins.

Ég hef áhyggjur af eignarréttinum, að auðlindir verði skilgreindr á þann hátt að stór hluti landsmanna muni missa eignarrétt sinn. Þarna er ég ekki að tala um kvótakónga, heldur almenna Íslendinga.

Ég hef áhyggjur af því að tillögur stjórnlagaþings muni valda enn meiri úlfúð hjá þjóðinni, í stað þess að sameina hana mun það tvístra henni.

Gunnar Heiðarsson, 30.11.2010 kl. 20:09

5 identicon

Gunnar:

Ég get tekið undir allt þetta. Með eignaréttinn þá er það grátlega, sem fólk virðist ekki sjá, að þegar eignarétturinn er fluttur undir ríkisvaldið þá er í raun verið að auka völd stjórnmálamanna OG ÞAÐ VIL ÉG EKKI SJÁ!!!

Horfið bara á hvað Jón Bjarnason elskar að úthluta nýjum aflaheimildum hann er eins og jólasveinninn að koma færandi hendi með jólapakkana.

Björn (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 21:31

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ekki var það höfuðborgarbúum að kenna að landsbyggðarfólk mætti síður á kjörstað?

Skeggi Skaftason, 30.11.2010 kl. 22:58

7 identicon

Guð blessi stjórnlagaþing og gefi þeim hugrekki, kjark og visku þá sem þarf til að standast freistingar og lenda ekki í gildrum. Stjórnlagaþingsmaður sem hlustar á sína innstu rödd, sem liggur dýpra en bæði tilfinningar og hugsanir, og hlýðir henni mun ekki breyta rangt. Ef þeir hlýða boðum andans tekst þeim að rísa undir þessari miklu ábyrgð og valda henni eins og menn, en það hefur lengi vantað menn, í orðsins sönnu og réttu merkingu, í íslensk stjórnmál.

Hrafn (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband