Til tíðinda dregur.......

Fyrirlitningin sem stjórnvöld sýna kjósendum sínum er með eindæmum. Til að leysa vanda lántakenda ræðir hún nær eingöngu við þá aðila sem komu fólki í þennan vanda, fjármálafyrrtækin. Fjármálafyrirtækin draga síðan lífeyrissjóðina með sér og nota þá sem skjöld fyrir sig.

Hverjum dettur sú andsk.. vitleysa í hug að vandamál verði leyst með því að láta þá sem vandamálið skópu stjórna för? Vandamál verður einungis leyst í samvinnu við þá sem eru í vanda!!

Kjarkleysi og ákvarðanafælni ríkisstjórnanrinnar er með þeim eindæmum að hún lætur teyma sig á asnaeyrunum, aftur og aftur. Á meðan sveltur fólkið og missir eigur sínar!

Fjármálafyrirtækin eru enn undir áhrifum fyrri eigenda og gengur þeirra erinda. Þeim er stjórnað af fólki sem fékk sína uppfræðslu hjá svikahröppunum er stjórnuðu og áttu bankana fyrir hrun. Stjórnarhættir lánastofnana hefur ekkert breyst og óhjákvæmilegt að annað hrun þeirra muni skella á. Ekki vegna þess að lán verði leiðrétt, heldur vegna græðgishugsjóna stjórnenda.

Lífeyrissjóðirnir er að lang mestu leiti enn undir stjórn sömu manna og fyrir hrun, manna sem hvorki hafa hag af því hvort þeir séu vel eða illa reknir, né eiga þá fjármuni sem þessir sjóðir geima. Manna sem eru að gambla með annar manna fé og hafa tapað stórum fjárhæðum vegna fávisku eða undirlægjuháttar við þá glæpamenn sem settu landið nánast í gjaldþrot! Manna sem hugsa um það eitt að halda sínum óraunhæfu launum!!

Fjármálafyrirtækin eru þeir aðilar sem stjórnvöld kjósa að hafa sér við hlið til að leysa vanda lántakenda!! Þetta eru þeir aðilar sem stjórnvöld hafa slegið "sjaldborg" um!!

Upphafsorð þessarar fréttar eru "til tíðinda dregur", vissulega dregur til tíðinda. Þegar stjórnin loks kemur fram með hugmyndir til lausnar vanda heimilum landsins, sér fólk hversu arfa vitlausar og gagnlausar þær aðgerðir eru og þá mun draga til tíðind, kannski ekki þeirra tíðinda sem Jóhanna óskar sér.

Svo uppsker sá er sáir. Þetta mun ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir verða illþyrmislega vör við þegar hún þorir að leggja hugmyndir fjármálafyrirtækjana fyrir þingið!!

 


mbl.is Sterk andstaða gegn flatri lækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Já það er sérstakt að sjá að við skulum vera í sömu sporum og við þingsetninguna. Þegar lofað var að farið væri yfir málin og tekið til greina því sem mótmælt var. Engin breyting.....sama reiðin og náttúrulega sömu mótmælin aftur nú eins og fyrir tveimur árum. Það er ljóst.

Skúli Guðbjarnarson, 29.11.2010 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband