Að moka flórinn með rassgatinu

Aðlögunarferlið sem við erum komin inn í vegna svika og lyga örfárra þingmanna og ráðherra er ekki til hagsbóta. Hvorki okkur sem þjóð né aðildarsinnum sem ólmir vilja komast undir hæl ESB.

Það eru þrjú mál sem mest stendur í vegi fyrir vilja flestra Íslendinga til aðildar. Umráðaréttur yfir landhelginni og fiskveiðum, umráð yfir auðlindum okkar og stefna í landbúnaðarmálum. Ef það var virkilega vilji til að setjast að samningaborði við ESB og halda í þessar kröfur, átti að sjálf sögðu að krefja framkvæmdastjórnina um svör við þessum spurningum strax, áður en lengra væri haldið. Þess í stað er byrjað á öfugum enda, það á að ganga frá öllu öðru fyrst, þar á meðal að breyta stjórnkerfinu hjá okkur að vilja ESB, síðan í lokin verða tekin fyrir þau mál sem deila er um.

Það á að afgreiða deilumálin fyrst, ef ekki næst samstaða um þau þarf ekki að vera að sóa fjámunum í hina þættina. Mjög er farið að bera á rökum eins og að margt sem við fáum við aðild varðandi stjórnarhætti komi okkur til góða. Ekki veit ég alveg hvað við er átt í því sambandi, þar sem vart finnst lokaðra og ólýðræðislegra stjórnarfyrirkomulag og hjá ESB, en ef eitthvað er þar að finna sem okkur hugnast, er ekkert sem bannar okkur, sem þjóð, að taka upp slíkar breytingar. Það er engin skylda að ganga í ESB til þess. Við komum hins vegar til með að ráða litlu sem engu um okkar mál innan ESB.

Sú stefna sem Íslenska samninganefndin og stjórnvöld hafa samþykkt og sett er fram af hálfu ESB, um að afgreiða fyrst auðveldu málin, er eingöngu til þess ætluð að breyta hér eins miklu og hægt er, áður en kemur að deilumálunum. Gera aðstæður okkar þannig að þau mál vigti ekki eins mikið og nú.

Stundum var sagt að menn mokuðu flórinn með rassgatinu, ekki verður annað séð en stjórnvöld séu einmitt að því.

Össur Skarphéðinssun hefur verið duglegur við þennan rassmokstur, jafnvel þó honum sé bent á skófluna finnst honum rassgatið á sér betra til verksins. Hann hefur oftar en ekki fullyrt ýmislegt sem viðmælendur hanns frá Brussel hafa þurft að leiðrétta. Meðal annars um að við getum búist við einhverjum stórkostlegum undanþágum frá stefnu ESB. Það veit hvert mannsbarn að svo er ekki. Í fyrsta lagi eru ekki veittar undanþágur nema til mjög skamms tíma og þá um einhver minniháttar málefni, í öðru lagi þarf, til að veita okkur einhvern aukin rétt, að breyta sáttmálum allra aðildarríkjanna 27 til samræmis við okkar vilja. Slíkt mun ekki ske.

Það er varla mikil virðing sem fulltrúar ESB bera til Össurar, þegar hann marg oft fer með fleipur í fjölmiðlum. Það er varla til hagsbóta fyrir okkur Íslendinga þegar sá maður sem fer með yfirstjórn þessa samningaferlis (aðlögunnar) hefur ekki virðingu viðsemjenda sinna og virðist oft á tíðum viljugur til að gefa eftir meira en efni standa til. Jafnvel svo að viðsemjundum ofbýður! Virðing Össurar liggur helst hjá þeim fáu eldheitu aðildarsinnum sem enn finnast og eru innan Samfylkingar. Allir aðrir líta á þennan mann sem skrípi eða spéfuglu sem ekki er hægt að treysta einu orði frá, einnig fulltúar ESB.

Aðlögunarferlið ber að stöðva, reyna að fá skýr svör frá ESB um þau mál sem mest standa í vegi aðildar og kjósa síðan um hvort ferlinu skuli haldið áfram!!

Önnur vinnubrögð eru ekki ásættanleg!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband