Skyldur við hvern?

 

Það er nú svo að erfitt er að eiga við þá sem stjórna peningunum, hvort sem þeir eiga þá sjálfir eða eru að leika sér með annara manna fé.

Mun erfiðara er að eiga við þá, þegar þeir hafa stjórnvöld sér við hlið. Fjármála- og forsætisráðherrar voru búnir að klifa á því í fjölmiðlum, áður en starfshópurinn var skipaður, að ekki yrði möguleiki á flatri leið til lausnar vandans, því er nokkuð ljóst með hvaða hug fulltrúar þeirra komu til þessarar vinnu.

Það var sorglegt að sjá viðtöl í sjónvarpi við tvo bankastjóra og formann samtaka lífeyrissjóða. Þeir töldu sig gera sér gein fyrir vandanum og sögðust tilbúnir til samvinnu og jafnvel aðgerða, en það mætti ekki þó kosta neina peninga!

Hvaða peninga? Þeirra sem þeir með ólögmætum hætti höfðu af lántakendum? Varla, hæstiréttur hefur þegar dæmt þá seka fyrir það. Hugsanlegann ágóða af þeirri niðurfærslu sem þeir fengu við stofnun nýju bankanna? Væntanlega, en hvers vegna? Hví eiga bankar og lífeyrissjóðir að njóta góðs af bankahruninu? Hvers vegna eiga sakamenn að njóta ágóðans af sekt sinni?

Það er ljóst, eins og margir töldu fyrir um mánuði síðan, að ríkisstjórnin ætlar ekki að gera neitt af vit, hefur aldrei ætlað sér það og mun ekki gera. Einungis var verið að kaupa tíma, tíma til að reyna að snúa almenningsálitinu.

Af hálfu stjórnvalda er aldrei talað um lánþega heldur skuldara, það er ekki talað um leiðréttingu heldur niðurfellingu, það er ekki talað um lánastofnanir eða banka heldur lífeyrisþega og sparifjáreigendur. Svona væri lengi hægt að telja. Þetta er eingöngu gert til að slá ryki í augum fólks.

Jóhanna talar um góðan samstarfsvilja, væntanlega á hún við samstarf milli bankanna og ríkisstjórnarinnar.  Bankar og lánastofnanir sjá sér hag í að vinna með stjórnvöldum sem standa jafn vel að baki þeim og núverandi stjórn hefur gert. Jafnvel þó þessar stofnanir hafi verið dæmdar fyrir brot á landslögum, hvikar stjórnin ekki af þeirri sannfæringu sinni að það beri að verja þær fram í rauðann dauðann!!

Því er von að maður velti fyrir sér við hvern og fyrir hverja þær skyldur eru, sem Jóhanna talar um.

 


mbl.is Höfum skyldum að gegna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Þetta er hverju orði sannara hjá þér. Stjórnvöld eru að vinna baki brotnu fyrir þjófahyskið sitt og ætlar að láta það komast undan í sinu skjóli. Það mun fljótt líða að  að það fyrnist að hefja mál gegn þeim sem fluttu eigur sínar yfir á maka áður en þeir urðu gjaldþrota held að málfrestur renni núna út um áramótin. Mig grunar að þeir muni hefja lagafrumvarp sjálfsagt nokkrum dögum fyrir fyrningu og þá mun stjórnarandstaðan gera hugsanlega málþóf og glæpamennirnir sleppa en og aftur. Svona vinnur þessi svokallaða skjaldborgar ríkisstjórn. Það var svo ekki neitt mál að borga Icesave skuldina þó svo að hún væri miklu miklu dýrari fyrir þjóðfélagið. Ég vil ekki gefa þessari ríkistjórn þá nafngifi að vera velferðar ríkisstjórn þess þá heldur.

Elís Már Kjartansson, 12.11.2010 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband