Að hlæja fyrir mat!!

Það er erfitt að kaupa sér í matinn með gleðina eina í farteskinu. Þetta er þó það sem Hrannar B Arnarson leggur til í pistli sem hann ritaði í Baugsmiðilinn. Hann vill að fólk gleðjist. Það hefur alltaf legið fyrir að þessi maður er ekki alveg eins og fólk er flest, en er hann ekki staddur á Íslandi?

Hann vill að fólk gleðjist yfir því að atvinnuleysi hafi minnkað svo svakalega, en gleymir þeirri staðreynd að nú og næstu mánuði taka gildi fjöldauppsagnir um allt land og seðlabankinn vill meina að sennileg muni atvinnuleysið ná hámarki um áramótin, verða það mesta sem við höfum kynnst í áratugi!

Hann vill að fólk gleðjist yfir stykingu krónunnar og hvað það hefur gefið okkur. Það er nú gott að hann sér hversu krónan okkar er góð, hagnaðurinn af styrkingunni skilar sér þó varla til þeirra sem varla eiga fyrir mat, það er ekki verið að kaupa mikið af innfluttum vörum. Auk þess sem kaupmenn virðast gjarnir á að gleyma að lækka vöruverðið þó tilefni sé til þess.

Hann vill að við gleðjumst yfir lækkun stýrivaxta. Vissulega gleðilegt en sú gleði dugir skammt þegar lánin hafa stökkbreyst og höfuðstóllinn kominn í hæðstu hæðir.

Hann vill að við gleðjumst yfir að verðbólgan skuli vera komin niður í 3,3%. Vissulega lækkar verðbólgan, það er ekki stjórnvöldum að þakka, heldur er ekkert fóður fyrir verðbólgu. Þar sem stöðnun ríkir er engin verðbólga!

Hann vill að við gleðjumst yfir því að árið 2011 muni neikvæð afkoma ríkisjóðs ekki verða nema 36,4 miljarðar. Er ekki rétt að ná uppskerunni af akrinum áður en hún er viktuð?!

Hann vill að við gleðjumst yfir því að íbúðaverð fer hækkandi og kaupmáttur launa einnig!! Ekki veit ég hver hefur sagt honum þessa vitleysu. Verið getur að hægt sé að fá þessa niðurstöðu með einhverju exelskjali en forsendurnar eru þá jafn andskoti góðar og greiningardeildir bankanna notuðu allt fram að hruni!!

Það er vissulega gott að sýna jákvæðni og gleðjast þegar það á við. Því miður er ekki yfir neinu að gleðjast ennþá. Þó er ég alveg til í að hlæja mig máttlausan ef Hrannar getur bennt mér á þá verslun sem tekur hlátur í skipti fyrir mat!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda  er Hrannar aflóga "wannabe" stjórnmálamaður sem aldrei hefur náð að festa sig sem slíkur og varðandi athugasemd hans um atvinnuleysi, þá gleymir hann, sem og Steingrímur J að það eru svo margir atvinnulausir flúnir af landa að ekki er nema von að prósentan lækki, því átta þessir apakettir sig ekki á!

Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 01:26

2 identicon

Heill og sæll Gunnar; sem Guðmundur Júlíusson - og aðrir gestir !

Og; bæta má við, að þessi Goebbels útgáfa, þeirra Jóhönnu og Steingríms (Hrannar B. Arnarson), er hinn bóka svindlarinn, af þeim tveim, sem kölluðu sig Arnarson & Hjörvar - hinn var; systursonur minn, hinn ódáða sami drengur, Helgi Hjörvar.

Þeir gerðu garðinn frægan, á 9. áratug síðustu aldar, í þeim efnum.

Eru ekki; nýtanlegir, til nokkurra heiðarlegra verka; hvorugur, því miður.

Með; hinum beztu byltingar kveðjum, úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband