Einræði ráðherra

Það gleymist oft í umræðunni um skipulagsmál að þau varða fleira en bara þau atriði sem deila er um. Þegar upp kemur deila um skipulag fer það allt í bið, það getur bitnað á mörgum og jafnvel valdið miklu fjárhagslegu tjóni hjá aðilum sem ekkert tengjast deilumálinu.

Öllu verra er að ráðherra skuli geta tafið mál nánast endalaust, að ekki skuli vera tímamörk á afgreiðslu hans eins og annara. Þar til viðbótar getur sú staða komið upp, ef þannig þenkjandi ráðherra er við völd, að engar framkvæmdir eru mögulegar í sveitarfélagi, jafnvel þó ekki sé nein deila innan sveitafélagsins eða við skipulagsstofnun um verðandi skipulag. Einungis að ráðherra hugnast ekki ætlanir viðkomandi sveitafélags, ýmist af persónulegum skoðunum eða jafnvel pólitískum!!

Skaðinn sem ráðherra getur valdið sveitarfélagi með slíkum gerræðis ákvörðunum getur ráðið því að fullu!! Auk þess sem fjárhagsleg staða einstaklinga innan þess sveitafélags er sett í óþarfa hættu.

Það er með öllu óviðunnandi að ein persóna skuli hafa slík völd!!

 

 


mbl.is Afgreiðsla dregst vegna þrætuepla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Gunnar minn; æfinlega !

Þakka þér fyrir; óbilandi baráttuþrekið - sem varnir allar, í þágu lands og lýðs og fénaðar alls, í þínum góðu skrifum, jafnan.

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband