Það er svart framundan

Gylfi Arnbjörnsson ætlar að rústa samningum, eða í það mynnsta að tefja þá verulega með óraunhæfum kröfum. Hann ætlar að leggja áherslu samræmingu lífeyris milli starfsmanna ríkisins og almennra lanþega. Vissulega þarft verk, en algerlega ótímabært við þær aðstæður sem nú ríkja.

Hvernig ætlar hann að framkvæma þetta? Ekki hafa almennir lífeyrissjóðir bolmagn til að hækka lífeyri, þökk sé honum og félugum hans, ekki hafa stjórnvöld bolmagn til að koma inn með aukið fjármagn. Því er einungis hægt að ná fram slíkri leiðréttingu með því að lækka lífeyrisgreiðslur til ríkisstarfsmanna, gangi honum vel með það!

Reyndar virðist sem forusta ASÍ hafi verið sofandi á ársfundi sínum um síðustu helgi, það er vitað að forustan er ekki í takt við hinn almenna launamann. Það sem launafólk þarf síst á að halda nú eru langir og erfiðir samningar um eitthvað sem er fyrir séð að ekki næst.

Launafólk kallar eftir hækkun launa, það er ekki hægt að núllstilla laun nú og ætlast til þess að launafólk sætti sig við einhverja stöðnun, jafnvel þó allir viðeigandi kæmu að málinu. Það hefur þegar orðið of mikil launaskerðing til að slíkt sé hægt. Fyrst þarf að leiðrétta launin, síðan er hægt að ræða einhverskonar stöðugleikasáttmála en þó með mjög ströngum kröfum um að allir standi við sitt. Lífeyrisréttindi verða að bíða betri tíma og nýrrar forustu ASÍ!!

Framkoma eins og stjórnvöld hafa stundað gagnvart þeim sáttmála sem gerðir var sumarið 2009 verður ekki liðin!! Aldrei!!

Ef þau skötuhjúin Gylfi, Jóhanna og Steingrímur halda að þeirra verk sé að nauðga launafólki, eru þau heldur betur að misskilja sitt hlutverk.

Það er ljóst að ekki verður samið á næstunni, þessi fundur staðfestir það. Þó Gylfi fari að fyrirmælum Jóhönnu og geri einhvern innihaldslausan samning við vin sinn Vilhjálm Egilson með aðkomu svikahjúanna, þá þarf hann að fá þann samning samþykktan af launafólkinu sjálfu.

Það er svart framundan hjá launafólki!!

 


mbl.is Áttu fund með Jóhönnu og Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta er mikið rétt, finnst mér. En hvernig litist þér á að allir fengju jafnt útúr lífeyrissjóði, engin er að vinna fyrir þjóðfélagið eftir að líeyristaka hefst. Því finnst mér að allir ættu að vera jafnir. Þeyr sem hafa verið í svokölluðum fínum störfum með góð laun ættu sýst að þurfa að fá meyra út úr sjóðunum en aðrir, það segir sig bara sjlft. Þetta myndi laga mikið hjá þeym sem hafa lítið, og vera réttlátara kerfi!( Eða hvað?)

Eyjólfur G Svavarsson, 30.10.2010 kl. 15:38

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að hann ætti frekar að berjast fyrir uppstokkun á Lífeyrissjóðakerfinu.  Það sjá það allir sem vilja að núverandi Lífeyrissjóðakerfi er alveg handónýtt, megnið af greiðslum venjulegs launamanns fer í að greiða fyrir rekstur viðkomandi sjóðs.  Maður sem ég þekki nokkuð vel og tilheyrir hinni svokölluðu millistétt og er 52 ára gamall, hann hefur verið á vinnumarkaðnum frá því að hann var 17 ára og greitt af launum sínum í Lífeyrissjóð þann tíma, fyrir utan sparimerkjatímabilsruglið.  Hann var að fá yfirlit frá sjóðnum sínum og lífeyrisréttur hans í dag er rétt rúmar 28 þúsund krónur.  Tekjur þessa manns hafa í gegnum tíðina verið nokkuð góðar og því varð honum nú svolítið brugðið við að sjá þetta yfirlit.  Ef þessi maður  verður heppinn á hann eftir 18 ár á vinnumarkaðnum og mér er það stórlega til efs að "réttindi" hans til lífeyris fari yfir 40.000 þúsund.  Telja menn þetta mannsæmandi????

Jóhann Elíasson, 30.10.2010 kl. 16:09

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega væri réttlátt að allir hefðu sömu lífeyrisréttindi Eyjólfur, en eins og Jóhann bendir á, þá er núverandi kerfi ónýtt.

Hugsanlega hefði það virkað ef ekki hefðu komið til menn sem komu sér í stjórnir þeirra til þess eins, virðist vera, að nota fé sjóðanna til að gambla með.

Það sem hrjáir núverandi kerfi er einkum tvennt; Í fyrsta lagi að atvinnurekendur skuli fá að koma nálægt stjórnun þeirra og í öðru lagi hvernig staðið er að kosningu stjórnarmanna. Sú kosning er í anda hins gamla Sovét, rétt eins og kosningar til stjórna stéttafélaga.

Því er það hárrétt hjá Jóhanni að uppstokkunar er þörf í lífeyriskerfinu.

Gunnar Heiðarsson, 30.10.2010 kl. 20:56

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já það er rétt hjá ykkur báðum, það þarf að hreynsa til, þetta eru ekki peningar SA, og því eiga þeyr ekki að vera þarna og gambla með peninga launþega.

Eyjólfur G Svavarsson, 30.10.2010 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband