Fjármálasnillingar FME

Dómur hæstaréttar gat varla farið á verri veg, ljóst er að hæstiréttur hefur beðið virðingalegan hnekk.

Undarlegri eru þó útreikningar FME á kostnaði vegna dómsins og þeirra laga sem sólskinsdrengurinn (sem reyndar er orðinn töluvert upplitaður) í ríkisstjórninni boðaði í kjölfar dómsins.

FME segir að kostnaðurinn sem af lagbreytingunni sem viðskiptaráðherra boðaði, vera yfir 40 miljarða. Hvernig í ósköpunum má það vera?

Reyndar segir í fréttinni um frumvarpið að gengistryggð lán til einstaklinga séu um 186 miljarðar en í frétt um gengisbundin lán sem einnig kom í dag segir að gengistryggð lán til einstaklinga séu tæpir 140 miljarðar! Tekið skal fram að báðar þessar fréttir voru í raun um sama efni; frumvarp viðskiptaráðherra.

Þegar ekki er hægt að segja með betri vissu um hver gengisbundin lán einstaklinga er, hvernig í ósköpunum geta menn þá fullyrt um kostnaðinn! Það er um 25% munur á þessum tveim stærðum.

Ef FME getur leyft sér slíkan mun á stærð sem á að geta legið ljós fyrir, hvernig getur hún þá sagt að kostnaður lánastofnanna muni verða 40 miljarðar, eða um 25-30% af höfuðstól lánanna? Þar spila mun fleiri þættir inn í, svo sem endurheimtur og fleira.

Eru algerlega óhæft fólk sem vinnur hjá FME, eða leyfa forsvarsmenn stofnunarinnar sér að kasta fram tölum án þess að skoða málið nánar?

 


mbl.is Mun mildara högg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir já það er farið frjálslega með tölur því að þetta er bara blek á blaði!

Sigurður Haraldsson, 16.9.2010 kl. 21:05

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Árni Páll hefur ekkert fölnað, hann lét bara setja ljósar strípur í hárið svo hann kæmi betur út í sjónvarpi. Það tókst, hann er ekki eins bjánalegur.

"Eru algerlega óhæft fólk sem vinnur hjá FME, eða leyfa forsvarsmenn stofnunarinnar sér að kasta fram tölum án þess að skoða málið nánar?"

Já. Og já. Slumpa þetta bara...

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2010 kl. 11:04

3 identicon

Sæll Gamli

gaman að lesa hjá þér pistlana.  Það er alltaf verið að tala um hversu mikið högg  verður á bankan mkiðað við hina og þessa sviðsmyndina, aldrei er hinsvegar talað um hversu mikið höggið er fyrir lántakendur.  Hvernig ætli myndin hafi litið út séð frá lántakendum í maí síðastliðnum, hverngi ætli hún líti út í dag?

Ólafur Þórðarson (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 14:23

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Dómur hæstaréttar Varðandi gengislánin er trúlega réttur og svo má og vera um vextina. 

En það hljóta að vera takmörk fyrir því á kvað hæstarétti er att á.  

Því að ef við ætlum að nota hæstarétt með þessum hætti þá höfum við framleitt okkar eigin Páfa.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.9.2010 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband