Merkilegt!!

"Þórunn segir að tveir ráðherrar frá hvorum flokki hafi setið í svokölluðum ríkisfjármálahóp stjórnarinnar. Þetta voru Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Jóhanna Sigurðardóttir. Þessi hópur hafi tekið allar meiriháttar ákvarðanir um útgjöld. Fagráðherrar hafi átt framgang sinna mála undir áheyrn og skilningi þessara ráðherra."

Merkileg ummæli sem segja í raun tvennt; þeir sem allar ákvarðanir tóku um voru Geir Harde, Ingibjörg Sólrún, Árni Matthiesen og Jóhanna Sigurðardóttir. Í öðru lagi segja þessi ummæli að aðrir ráðherrar hafi verið undir náð og miskunn þessara fjögurra komin.

Það hlýtur því að vakna upp spurning hvort afhausunarnefndin hans Steingríms J hafi ekki gert mistök í vali þeirra sem á að hengja!

Það væri nær fyrir stjórnvöld að reyna frekar snúa sér að því að gera það sem þeim er ætlað; koma þjóðinni út úr þeim vanda sem fyrir liggur. Það er gjarnan leikur þeirra sem ekki ráða við verkefni sitt að koma með eitthvað sem dreifir athyglinni, í þeirri von að getuleysið sjáist ekki. Það er ekki hægt annað en að líta á niðurstöður afhausunarnefndarinnar hans Steimgríms nema sem slíkt yfirklór.

Þessi stjórn sem nú er við völd er algerlega óhæf, ekki er að sjá að formenn stjórnarflokkanna hafi lesið hrunskýrsluna. Því síður að þau hafi breytt einhverju stjórnsýslunni til batnaðar! Steingrímur virðist vera með einhverja hvolpa á launum við að leita í skýrslunni að einhverju sem hann getur kastað á pólitíska andstæðinga sína, en að honum detti í hug að láta þessa hvolpa sína finna hverju þarf að breyta og fari síðan eftir því, er honum algerlega ómögulegt! Pólitískur ofstópi og heift út í ándstæðinga sína blindar hann algjörlega og gerir manninn með öllu óhæfan til að sitja á þingi, hvað þá í ráðherrastól!!

 


mbl.is Lausafjárkreppan aldrei rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband