Hvort kemur á undan, eggið eða hænan?

Í frétt á visir.is segir að hvalveiðar Íslendinga ógni aðildarviðræðunum.

Er ekki alveg eins hægt að segja að aðildarviðræðurnar ógni hvalveiðum?

Þetta lýsir best hvernig fréttaflutning við búum við, og þetta á bara eftir að versna. Það er ljóst að margt er öðruvísu hér en ESB vill, ef það allt ógnar aðildarviðræðum eru menn farnir að snúa hlutunum á haus.

Næst sjáum við væntanlega fréttir af því að sjávarútvegsstefna okkar ógni aðildarviðræðum eða landbúnaðurinn, að sjálf sögðu hlýtur icesave að ógna aðildarviðræðum.

Það er ljóst að áróðursmaskínan er komin á fullt, fréttaflutning af þessu tagi er ætlað að snúa hugsana hætti fólks.

Það er útilokað að halda því fram að hvalveiðar ógni viðræðunum. Hvalveiðar eru til staðar hér og hlutverk samningarnefndarinnar að sjá til þess að þær verði leyfðar áfram.

Ráðherraráð ESB samþykkti umsókn okkar, það hefur ekki verið talað um annað en að sú samþykkt miðist við Ísland eins og það er í dag!

Þetta staðfestir enn frekar þá vissu að ekki sé um eiginlegt samningarferli að ræða, heldur aðlögunarferli sem felur í sér að við breytum öllu hér hjá okkur að vilja ESB.

Skömm sé þeim sem komu okkur út í þetta svað!!

http://visir.is/hvalveidar-ogna-esb-adildarvidraedum/article/201034064316

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðar og skarplegar ábendingar hjá þér, Gunnar!

Jón Valur Jensson, 21.6.2010 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband