Starfsmaður AGS nr.1

Fréttir vikunnar hafa verið með ólíkindum.

Gylfi Magnússon hefur farið mikinn, heldur því fram að "ekki sé hægt að sættast við dóm hæstaréttar", ummæli sem eru algerlega út úr kortinu. Hann heldur fram að bankarnir séu í hættu! Á sama tíma gefa bankarnir út tilkynningar um að þeir séu í stakk búnir til að taka þeim áföllum sem dómurinn gæti lagt á þá. Nú beytir hann AGS fyrir sig.

Hvað er eiginlega í gangi með þennan blessaða mann? Er honum illa við fólkið í landinu? Er í lagi að fleiri þúsund fjölskyldur fari á vergang? Eru bankarnir (þeir sem lögin brutu) þeir einu sem ekki meiga fara á hausinn? Er ekki allt í lagi þó lánastofnunum fækki aðeins? Ekki að nein hætta sé á því, samkvæmt yfirlýsingu frá þeim sjálfum.

Gylfi Magnússon hefur á einni viku véfengt hæstarétt, rangtúlkað lög og gefið út hættulegar yfirlýsingar varðandi stöðu bankakerfisins. Og enn er hann að.

Hvernig má það vera að þessi maður skuli fá að verma ráðherrastól, hann var ekki einu sinni kosinn af fólkinu í landinu til að hafa afskipti af stjórnmálum!!

Gylfi Magnússon gleymir eða vill ekki vita af staðreynd málsins; lánastofnanir brutu lög og verða því að taka afleiðingum þess! Hvers vegna þau brutu lög skiptir ekki máli nú, þó sjálfsagt sé að komast að því síðar. Fyrst verður að gera upp við þá sem skaða hlutu af þessu lögbroti, síðan að draga þá menn, sem tóku þá ákvörðun að bjóða fólki ólögleg lán, til saka.

Þeir sem taka stöðu með glæpamönnum eru engu betri en þeir.

 


mbl.is AGS hefur áhyggjur af bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Starf AGS er að lána pening til þjóða sem geta ekki fengið lán annars staðar. Á móti lánum með lágum vöxtum þá krefja þeir í staðinn umbóta í hagkerfinu. Þegar við báðum AGS um hjálp, þá vissi ríkisstjórnin og upplýst fólk alveg hvað við áttum í vændum. Nú þegar þeir eru lánadrottnar okkar þá er erfitt að segja að þeir skuli ekki halda að þeir geti haft skoðanir á efnahag landsins. Svona hegðar AGS sér.

Bjarni (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 21:32

2 Smámynd: Björn Birgisson

Gylfi er glæsilegur fulltrúi sannleikans. Bankarnir ljúga rétt eins og þeir gerðu korteri fyrir hrun. Eðli bankastarfsemi er það að ljúga alltaf, ef vandræði steðja að. Það vita allir.

Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 22:05

3 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Góð greining !

Jón Á Grétarsson, 25.6.2010 kl. 22:05

4 identicon

Það er rétt sem Bjarni segir hér að ofan. En þetta er enn alvarlegra en bara skoðun AGS:

Það er leynt og ljóst stefna erlendu fjármálamannana sem eiga orðið Íslenska bankakerfið að eignast allt hér.

Við erum nú þegar farinn að sjá dæmi um auðlindirnar. Vatnið og orkan ogsfr.

Ég hef sagt það frá upphafi. Það átti að láta bankana fara á hausinn og byrja upp á nýtt. Að reyna að borga eitthvað sem er hægt að borga eru gríðarleg mistök.

AGS er hér til að fullnýta þau mistök.

Gleymið aldrei orðum fyrsti sendiherra AGS. Hann heirðist segja þegar að Íslendingar ákváðu að hleypa þeim inn í landið til að sjá um fjármálakerfið. "I GOT THEM !" (sagði þetta í síma eftir að ákvörðunin var tekinn)

ÉG hef sömuleiðis aldrei skilið af hverju það eru ennþá til Íslendingar sem telja að þessi peningastofnun hafi virkilega áhuga á að hjálpa löndum.

Veit einhver um eitt land sem þeir náðu að bjarga úr skuldasúpu ? Svarið verður alltaf nei og löndin mistu líka allt sitt í hendur auðhringja.

Af hverju getur fólk ekki séð hið augljósa. Grikkland er nýjasta dæmið og er ekki beint að gera það gott með þessa snillinga við stjórnvöllinn.

Allt er til sölu þar. Grísku eyjarnar, vatnið, orkann ogsfr

Ég byð til guðs að við losnum frá þessum skrímslum einn daginn. Bæði innlendum vina og auðhringjum og ekki síður AGS.

Már (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 01:49

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bjarni, það vita allir hvernig AGS starfa og ég var ekki að gagnrýna það í bloggi mínu. Ég var að gagnrýna Gylfa Magnússon og hvernig hann hefur hagað sér undan farna viku. AGS eru glæpasamtök sem koma til þegar þjóðir eru komnar í vandræði og hyrða upp allt sem einhver verðmæti eru í og skilja eftir sig brunarústir. Allar þjóðir sem hafa gengið þessum glæpasamtökum á hönd hafa komið illa út úr þeim viðskiptum.

Björn, ef þíngreining er rétt og bankarnir eru að ljúga, hví þá ekki að hafa uppgjör á þeim? Hvers vegna að vera að halda lífi í stofnunum sem bæði brjóta lög og ljúga? Er Gylfi að gera þjóðinni vel með því að halda hlífiskyldi yfir slíum stofnunum?

Gunnar Heiðarsson, 26.6.2010 kl. 07:29

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bættu við listann að Gylfi er núna síðast kominn upp á kant við bankana líka. Þeir segjast nefninlega allir ráða við þetta, og sverja þannig af sér ummæli Gylfa. Það er alveg spurning hvort maðurinn þarf ekki að fara að endurskoða stöðu sína?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2010 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband