Frábært

Þetta er einn vinsælasti skemmtiþátturinn hjá BBC. Það er sama hvort fólk hefur áhuga á bílum eða ekki, húmorinn er frábær.

Þeir félagar eru að taka upp út um allan heim og fara óvenjulegar leiðir til að kynna þá staði sem þeir heimsækja.

Það er vonandi að þeir fái gott veður, hlakka til að sjá útkomuna hjá þeim.


mbl.is Top Gear hyggst skoða eldgosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegar upplýsingar í fréttinni um að þeir hafi farið á norðurpólinn.  Sem er að sönnu ekki hrein lygi, en sama sem.  Þeir fóru á segulpólinn sem er í norðanverðu Kanada og frá honum að norðurpólnum eru tæpir 800 kílómetrar.  Jafngildir þessi skekkja því að ég segðist vera í Reykjavík en í raun væri ég staddur í Þórshöfn í Færeyjum.

Hefur margur orðið ber að minni skekkju í frásögn.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 17:06

2 Smámynd: Hamarinn

Hvað er svona frábært við þetta?

Íslendingur má ekki reka við í útlöndum, þá telja það margir hér vera stórkostlega landkynningu.

Hamarinn, 5.4.2010 kl. 19:34

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Þorvaldur það er ástæða fyrir því að þeir fara á segul pólinn.

það er almennt talað um segul pólinn sem norður pólinn, enda er það sá staður sem að allar áttir eru í suður.

og þetta er eftir reglum "polar race" sem að hefur verið keppt í annsi oft.

http://en.wikipedia.org/wiki/Polar_Race

Árni Sigurður Pétursson, 5.4.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband