Hvers vegna ekki?

Hvers vegna ekki?

Við erum búin að hafa "aðstoð" frá AGS nú í meir en ár. Hvað hefur komið út úr því? Alls ekki neitt!!! Þessir háu herrar hafa ekki einu sinni fengist með góðu til að fara yfir stöðuna hjá okkur, auk þess sem þeir hafa látið Breta og Hollendinga segja sér fyrir verkum.

Þegar verið var að ræða það hér, hvort við ættum að sækja eftir aðstoð frá AGS, voru margir efins. Saga þessara samtaka er þannig að full ástæða er til að fara varlega í samskiptum við þau. Okkur var sagt að við myndum fá betri og mannúðlegri meðferð en aðrar þjóðir hingað til. Ekkert væri að óttast. Hvað hefur komið á daginn?

Það hlýtur að vera umhugsunarefni þegar fyrrum starfsmenn þessara samtaka fara að vinna gegn þeim, einhvern sannleik hljóta þessir menn hafa fyrir sér, annars væri væntanlega búið að þagga niður í þeim.

Það á að skoða þetta mál, ekki frá pólitísku sjónarhorni, heldur hvað best er fyrir okkur sem þjóð. Það getur verið að betra sé að vera undir stálhæl AGS, það verður þá bara svo að vera. Við vitum það ekki nema að skoða málið markvisst og án pólitískt þjarks.

Það er engin hugmynd svo vitlaus að ekki megi skoða hana.

 


mbl.is Vill afþakka aðstoð AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stóru mistökin voru þau að fá ekki fólk með þekkingu og kunnáttu til að leiða þjóðina útúr ógöngunum.

axel (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 18:33

2 identicon

Er það ekki það sem fólk hélt að það væri að kjósa í vor...er yfirleitt til fólk með þekkingu og kunnáttu hér fyrir því sem gerðist. Ég efa það... Mér líst vel á hugmynd Birgittu

anna (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband