Verslunin grefur hægt en örugglega undan sjálfri sér

Verslunareigendur og samtök þeirra geta barið hausnum við stein. Þessir aðilar halda áfram að reyna að afsaka þá svívirðu sem þeir stunda gagnvart neytendum. Meðan þessir aðilar geta ekki komið því í sinn þykka haus að verslun er þjónusta fyrir neytendur, munu þeir stunda þennan leik. Og enginn mun tapa meira á þessu en einmitt verslunin sjálf.

Neytendur eru ekki hálfvitar, neytendur láta ekki segja sér hvar þeir eiga að versla. Þeir líta einfaldlega á tvo þætti, verð og þjónustu. Út frá þessum punktum versla neytendur. Eins og álagning er almenn hér á landi, er auðvitað leitað annarra leiða og meðan viðhorf talsmanna verslunar breytist ekki, líta neytendur það sem lélega þjónustu.

Það er alveg sama hvernig reiknað er, íslensk verslun leggur óhóflega á allar vörur, sérstaklega svokallaðar nauðsynjavörur. Talsmenn verslunar hafa borið við íslenskri krónu, flutningskostnaði og smáum innkaupum af erlendum heildsölum. Venjulegur neytandi, sem verslar á netinu býr líka við íslenska krónu, þarf að borga hlutfallslega mun hærri flutningskostnað og hefur ekki tök á að versla við erlendan heildsala, heldur verslar hann af smásala!

Þrátt fyrir þetta eru mörg dæmi þess að íslenskur neytandi geti keypt sér far til útlanda, verslaða þar þann hlut sem honum vantar (t.d. dekk undir bílinn sinn), flogið með vöruna heim, borgað af henni öll tilskilin gjöld til ríkisins og átt eftir afgang í samanburði við íslenska verslun með sama hlut!

Ef það er rétt hjá SVÞ að sterkara gengi og lækkun tolla hafi skilað sér til neytenda, segir það einungis það eitt að álagningin sé svo yfirdrifin að þessar lækkanir vigta nánast ekki neitt í verðinu!!

 


mbl.is Sterkara gengi og lækkun tolla hefur skilað sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband