Hvaða vit hefur ESB á djúpborunum, Jóhann?

Hvers vegna þurfum við samstarf við Evrópuþjóðir í djúpborunum, Jóhann? Eru þær framarlega á þessu sviði? Getum við lært eitthvað af þeim? 

Staðreyndin er að við erum sjálf fullfær um djúpboranir til orkuvinnslu, höfum þegar stundað slíkt um nokkurt skeið. Á meginlandinu er þessi aðferð nánast óþekkt. Því eigum við að halda áfram þessu þróunarstarfi sjálf, ekki blanda öðrum inn í það. Þekkingu getum við hins vegar miðlað til annarra, gegn hóflegu gjaldi auðvitað. Þar á Evrópa ekki ein að sitja að þeirri miðlun, heldur öll jarðkringlan. 

Hagkvæmni orkuframleiðslu liggur alltaf í stöðugum rekstri. Þetta á við um alla virkjanakosti þar sem hægt er að ná stöðugleika, reyndar öllum virkjanakostum utan vindorku og sólarorku. Jafn skjótt og stöðugleiki hverfur, hvort heldur það er jarðgufa eða vatnsorka, hækkar kostnaður við orkuframleiðsluna. Því er fráleitt að segja að einhver stöðugur virkjanakostur henti vel til jöfnunar vind eða sólarorku. Það mun hækka orkuverðið. 

Ef við aukum djúpboranir og vinnum orku úr þerri gufu sem þannig fæst, mætti hins vegar koma í veg fyrir að fórna landinu undir vindorkuver, til hagsbóta fyrir landið okar en ekki erlenda auðjöfra. 

Þegar við sem þjóð ákváðum að nýta okkar auðlindir okkur í hag var ljóst að við höfðum engin efni til að fara í slíkar stórframkvæmdir. Auðveldasta leiðin hefði verið að selja erlendum aðilum aðgang að auðlindinni í þeirri von að þeir myndu sjá um að rafvæða landið. Sem betur fer voru stjórnmálamenn þess tíma nokkuð kjarkaðri og höfðu meiri trú á þjóðinni en nú. Því var farin sú leið að semja við stóra orkukaupendur, sem sköffuðu auk þess atvinnu hér á landi og skildu eftir gjaldeyri í ríkiskassann með sölu afurða erlendis.

Stofnað var fyrirtæki í eigu landsmanna til orkuframleiðslunnar og sett fram orkustefna sem var fyrst og fremst hugsuð fyrir eigendur fyrirtækisins, landsmenn. Þannig var hægt að rafvæða landið á ótrúlega skömmum tíma, þjóðinni til heilla. Á þeim tíma var ekki farið að tala um ofurhlýnun jarðar og kolefnisspor, enda töldu vísindamenn í þá daga að ísöld væri að skella á. Engu að síður útrýmdi þessi rafvæðing okkar allri olíu- og kolakyndingu húsa, eyddi olíukynntum rafstöðvum vítt og breytt um landið. Hversu mikið kolefnisspor var sparað með þessu hefur aldrei verið sagt, þó vissulega hefði verið upplagt að halda því fram af okkar hálfu, er það rugl allt fór af stað.

Megin málið er að okkur sem bláfátækri þjóð, tókst að rafvæða landið okkar á ótrúlega stuttum tíma. Þurftum ekki erlenda auðróna til þess verks. Því getum við í dag, ein ríkasta þjóð heims, auðveldlega þróað og stundað auknar djúpboranir. Ef það getur leitt til þess að við getum staðið gegn því að fórna landinu undir vindorkuver, er sigurinn unninn. Aukaafurð væri svo sala á þekkingu um allan heim, jafnt til Evrópu sem annarra heimsálfa. 

Hleypum aldrei erlendum auðjöfrum inn í orkuframleiðslu hér á landi. Þannig gerum við landið okkar að þriðja heims nýlenduríki, fórnum því á altari Mammons. 


mbl.is Segir mikil tækifæri fólgin í þróun djúpborunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband