Stjórnmálafræðingurinn

Það kemur svo sem ekki á óvart að Eiríkur Bergmann, fyrrum frambjóðandi Samfylkingar, óttist sterkan mann í stöðu formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það gæti hæglega skapað vá fyrir Samfylkingu og það er eitthvað sem Eiríki hugnast ekki. 

Í viðtalinu telur Eiríkur að ný forusta sé að safna kringum sig sínu fólki. Þegar miklar breytingar verða á forustu flokka verður gjarnan áherslubreyting. Fólki er þá gjarnan skipt inn sem er á sömu línu og forustan. Þetta er eðlilegt í stjórnmálastarfi. 

Kannski er einmitt Akkilesarhæll formanns Samfylkingar að hafa ekki farið þessa leið, þurfa að sitja uppi með fólk í ábyrgðarstöðum innan flokksins, sem ekki er á sömu línu og hún. Því nær hún ekki þeim árangri sem stefnt var að. En þetta er önnur umræða, auðvitað.

Varðandi Óla Adólfs þá lýst mér vel á valið hjá formanni Sjálfstæðisflokksins. Þarna fer maður með mikla þekkingu á sveitarstjórnarmálum, mikla þekkingu úr atvinnulífinu og stjórnmálamaður sem hefur sýnt einstaka réttsýni, sem er sjaldgæft í þeirri stétt. Eina sem ég óttast er að hann sé of góður í starfið, hafi ekki þann refskap í sínu höfði sem einkennir allt of marga stjórnmálamenn. 

 

Hinu er svo hægt að velta fyrir sér, hvers vegna mogginn leitar í smiðju Samfylkingar um álit á því sem gerist innan Sjálfstæðisflokks. Getur verið að einhver öfl innan sjalla séu þar að baki, að verið sé að gera minna úr hinum nýja þingflokksformanni en efni standa til?

Eiríkur Bergmann er ekki stjórnmálafræðingurinn á Íslandi, einungis einn af fjölmörgum stjórnmálafræðingum og hægur vandi fyrir blaðið að nálgast slíkan fræðing sem ekki er smitaður af kratasýkinni.


mbl.is „Þarna er nýgræðingur á ferðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband