Vextir, plan og sleggja

Hagkerfið er ekki eitthvað sem hefur sjálfstæðan vilja, það fer eftir gerðum ráðafólks. Vextir eru sama marki brenndir. Nú hefur Seðlabankastjóri gefið út að vextir muni verða óbreyttir áfram, að ekki sé neina lækkun þeirra að sjá. Segir hagkerfið vera að hitna og þurfi að kæla það. Kannski ætti hann að skoða hvað háir vextir hafa á hagkerfið. Leiðir til aukins kostnaðar á öllum sviðum þjóðfélagsins. Fyrirtæki velta þeim kostnaði út í vöruverðið, almenningur verður hins vegar að taka á sig þyngri byrgðar, bæði í háum vöxtum af húsnæði sem og hærri kostnaði við það eitt að lifa. Þessi stefna setur gildandi kjarasamninga í voða og einsýnt að krafa um hærri laun mun koma fram. Þetta er ekki flókið mál þó hagfræðingar eigi erfitt með að skilja þessa einföldu staðreynd. 

Fyrir síðustu kosningar talaði núverandi forsætisráðherra um að hún hefði plan, að auki væri hún vopnuð sleggju, til að keyra niður vextina. Lítið hefur borið á þessu plani hennar, sem reyndar var aldrei upplýst hvað innihéldi. Hitt er þó ljóst að eyðslusemi ríkisstjórnarinnar er með fádæmum, ekki til þurfandi íslendinga, heldur til alls kyns annarra mála og þá fyrst og fremst erlendis. Flytur fé úr landi, fé sem okkur er svo nauðsynlegt að fá í tómann ríkissjóð, til að vinna bug á verðbólgu og vöxtum. Kannski var þetta í planinu hennar, að sóa í stað þess að safna. 

Þegar sleggja er munduð er hægt að gefa gott högg, því betra sem sleggjan er stærri. Sleggjan ein gerir ekki neitt, það þarf að reiða hana til höggs og hafa til þess afl. Svo virðist sem forsætisráðherra hafi ekki það afl sem þarf. Nema hún hafi alls ekki verið með sleggju í búri sínu, heldur lítinn dúkkhamar. Hann dugir skammt.

Þessi kosningabarátta Kristrúnar var reyndar nokkuð snilldarleg, einkum vegna þess að hún gat treyst á að fjölmiðlar færu ekki að spyrja of nærgöngulla spurninga, eins og hvað væri í planinu hennar eða hversu stór sleggjan væri. Þarna vísaði hún auðvitað til þrumuguðsins Þórs, sem var vopnaður hamri sínu Mjölni, stærri og öflugri en nokkur sleggja. Ásatrúin er ofin í sálu okkar hvort sem við viljum eða ekki. Og margir sem féllu fyrir þessu kosningarbragði hennar. 

En nú, þegar á hólminn er komið, kemur í ljós að hvorki var til plan né sleggja, bara orðafroða. Ræður ekki við stjórn landsins, sóar auð okkar í stað þess að safna. 


mbl.is „Þurfum við að kalla fram samdrátt í kerfinu?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband