Varðstaða braskarana

Mikið óskaplega erum við Íslendingar heppin að eiga svona gott fólk inn í stjórnsýslunni okkar, fólk sem hugsar fyrst og fremst um hag okkar sem neytenda. Einni slíkri stofnun stjórnar strákpjakkur frá Höllustöðum, stofnun sem einmitt á að hugsa fyrst og fremst um hag neytenda, kölluð Samkeppnisstofnun (SKE).

Nú hefur þessi norðlenski pjakkur látið fólk sitt vinna mikið þrekvirki, sett saman skýrslu upp á heilar 135 blaðsíður um að Landsvirkjun hafi verið að svindla á þjóðinni, fyrirtækið sem þjóðin þó á. Því beri þessu fyrirtæki, sem þjóðin á, að greiða sekt upp á samtals 1.4 milljarða, eða eitt þúsund og fjögur hundruð milljónir króna. Sekt sem þjóðin þarf að greiða sjálfri sér, fyrir akkúrat ekki neitt. 

Þegar grannt er skoðað er málið örlítið flóknara. Fyrir það fyrsta þá svindlaði LV ekki á þjóðinni, heldur þeim milliliðum sem hafa hag af því að versla með orkuna okkar. Ef eitthvað svindl var á annað borð. Málið snýst semsagt um sölu á einhverju sem alls ekki er til, svokallaðri tapaðri orku. Sú orka tapast milli virkjanna og neytenda, um dreifikerfið okkar. Þetta vandamál þekktist ekki á árum áður, ekki fyrr en við gengum esb á hönd varðandi orkumál. Þá var orkan einfaldlega seld við þann enda dreifikerfisins sem nær var notanda og LV tók á sig þessa svokölluðu töpuðu orku. 

En nú eru málin svolítið flóknari, svona í anda esb kommissarakerfisins. Nú er orkan fyrst seld við vegg orkuversins, síðan aftur við þann enda er liggur hjá neytandanum. Því myndast þarna tap sem þarf að bæta og það tap er lagt á herðar Landsnets, fyrirtækis sem stofna þurfti til að uppfylla orkustefnu sambandsins. Og Landsnet þarf að kaupa þá orku, tapaða orku sem útilokað er að selja aftur. Um þessi kaup snýst þessi huggulega skýrsla SKE. 

En það er fleira sem kemur til, ekki bara sala á tapaðri orku til Landsnets. Stærra mál er hvernig staðið er að þessari sölu. Fjöldi milliliða hafa sprottið upp um höndlun orkunnar okkar, milliliðir sem græða á því einu að kaupa orku og selja aftur. Þurfa í raun ekki að hafa skrifstofu, hægt að stjórna slíku fyrirtæki úr síma ef menn vilja. Þessi fyrirtæki kaupa orku af orkufyrirtækjunum okkar og selja okkur svo orkuna sem við áttum, á hærra verði. Allt í boði esb. 

Það liggur því í augum uppi að orka sem keypt er beint af orkufyrirtæki er ódýrari en orka frá þessum milliliðum. Þetta er Höllustaðapjakkurinn ekki sáttur við. Vill að LV bjóði hærra verð til sölu á tapaðri orku en raunverulegri orku sem milliliðir kaupa af fyrirtækinu. Þarna er strákur kominn eitthvað fram úr sér, er ekki alveg að skilja hlutina. 

En hvað um það, skýrslan langa er komin út og sektin verið lögð á. Sekt sem auðvitað mun að öllu leiti lenda á okkur sem kaupum orkuna sem við þó áttum fyrir. Skiptir þar engu af hverjum við kaupum, LV verður að setja þetta inn í sölu frá sér, jafnt nýtanlega orku sem við notum sem ónýtanlega orku sem fyrir tækið okkar, Landsnet þarf að kaupa. Sem svo mun leiða til enn hærri kostnaðar við flutning orkunnar til okkar. 

Niðurstaðan er því sú að stofnun sem á að standa vörð um hag okkar neytenda, vinnur gegn þeirri stefnu. Leggur himinháar sektir á fyrirtæki sem munu leiða til versnandi hags fólksins í landinu. Stendur vörð um einhver þykjustufyrirtæki sem græða á því einu að höndla með orkuna okkar en leggur háar sekti á fyrirtækin sem þjóðin á og sér um að framleiða rafmagnið, sektir sem munu leiða til þess að fyrirtæki okkar landsmanna sem sér um dreifingu orkunnar, þarf að hækka sína gjaldskrá einnig. 

Það liggur nú ljóst fyrir hver stefna SKE er, ekki að standa vörð landsmanna, eins og átti að vera, nei, þetta fyrirtæki er komið í vinnu hjá bröskurum og stendur þeirra vörð! 

Mikil er arfleifð Húnvetninga

 


mbl.is Kemur beint niður á almenningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Góður pistill Gunnar en þú gleymir alveg að fjalla um rót vandans sem eru samkeppnisreglur og orkupakkar ESB. Í 2. orkapakka ESB var Ísland skilgreint sem "lokað og einangrað raforkukerfi" en með 3. orkupakka ESB varð Ísland hluti af raforkusambandi ESB. Til hvers?
Er það ekki augljóst?
Hvers vegna hefur Alþingi ekki tryggt forgang raforku til heimila nema í neyðartilvikum?
Hvers vegna hefur Alþingi ekki tryggt heimilum og smærri fyrirtækjum raforku á viðráðanlegu verði? Þessir aðilar þurfa enn að keppa við stórfyrirtæki um raforkuna!
Hvers vegna hefur Alþingi enn ekki samið heildarstefnu og löggjöf um vindorkuna? 
...og hvað þurfum við að bíða lengi eftir sæstrengnum?
Fyrir hverja er Alþingi Íslendinga að vinna? Er það ekki augljóst?  
Íslendingar eru heimskasta þjóð í heimi mmiðað við þau tækifæri sem þeir eru að klúðra með dyggri aðstoð ESB-sinna og RÚV. 

Júlíus Valsson, 19.8.2025 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband