Svo vex er til er sáð
23.7.2025 | 16:49
Óheftur innflutningur fólks frá ólíkum menningarheimum, hefur leitt til þess að hér hafa glæpahópar náð fótfestu. Auðvitað er það alls ekki svo að allir innflytjendur séu glæpamenn, fjarri því. Flestir góðir og gegnir þegnar samfélagsins, hafa tekið upp þá siði sem við byggjum á og gefið okkur innsýn inn í sína gömlu siði. Fylgja hérlendum lögum en ekki þeirri lagaumgjörð sem þetta fólk er að flýja.
En engu að síður hefur þessi óhefti innflutningur fólks leitt til þess að hér eru glæpahópar orðnir einskonar norm og kannski það sem verra er að sumir innflytjendur vilja innleiða hér sömu viðmið og í heimalandinu, krefja okkur landsmenn til hlýðni við framandi menningu.
Þegar svo er látið afskiptalaust er kominn grundvöllur fyrir stofnun alls kyns hópa gegn óréttlætinu. Farið að spretta upp það sem sáð hefur verið. Menn geta kallað slíka hópa öfgahópa eða eitthvað verra, til vinstri eða hægri. En raunin er að þessir hópar lifa á óttanum og óréttlætinu. Án þess þrífast þeir ekki.
Meðan ekki er reynt að ná stjórn á óreiðunni, meðan ekki er náð stjórn á innflutningi fólks, munu fleiri slíkir hópar myndast, því svo vex er til er sáð.
![]() |
Áhyggjuefni að öfgahópar birtist hérlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Löggæsla, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Vel mælt Gunnar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 23.7.2025 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning