Hrossakaup

Jæja, nú virðist þingheimur vera að hefja sín árlegu hrossakaup. Hver fær hvað og hver ekki. Í þessum kaupum fer enginn sáttur frá borði, en þó enginn með neinum skaða. Vinnuveitendur þeirra, við þjóðin, komum til með að bera hann, sem áður.

Tvö mál eru stjórnarliðum hugleikin, að hækka veiðigjöld og binda okkur enn fastar við ESB með samþykkt bókunar 35 við EES samninginn. Fyrra málinu hefur einkum verið mótmælt af sjöllum, meðan Miðflokkur hefur tekið að sér að standa vörð sjálfstæðisins. Til fróðleiks var einn stjórnarflokkanna mjög einarður gegn þessum málum fyrir kosningar, þó það sé gleymt nú.

Efnislega ætla ég ekki að fara í gegnum þessi tvö mál, allir sem vilja ættu að þekkja þau nokkuð vel, eftir langar umræður á þingi. Þó verður að segja að auknar álögur hafa aldrei aukið hagvöxt, þvert á móti. 

En þessi tvö mál eru í eðli sínu mjög ólík. Auknar álögur á ákveðna atvinnugrein er eitthvað sem hægt er að draga til baka, ef vilji þings er til þess. Hinu verður ekki svo auðveldlega aftur snúið, frekara aflát fullveldisins. Það mun standa um ókomna tíð.

Því er mikilvægt að í þessum hrossakaupum þingheims, verði ekki gefið eftir af sjálfstæðinu, að frekar verði látið undan í skattaálögum. Það má leiðrétta síðar. 


mbl.is Samningaþóf á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er vægast sagt afar ógeðfellt hvernig þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa hagað sér gagnvart ESB og er Bókun 35 gott dæmi um það.
Óskiljanlegt er með öllu hvers vegna þessir lýðræðiskjörnu fulltrúar sjálfstæðisstefnunnar hér á landi skuli ekki allir vera farnir yfir í Viðreisn eða Samfó.
Þriðji orkupakki ESB eyðilagði flokkinn.
Bókun 35 mun endanlega gera útaf við hann. 
Blessuð sé minning hans, en ekki svikaranna. 

Júlíus Valsson, 27.6.2025 kl. 16:20

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Júlíus, það er erfitt að átta sig á þessu skilningsleysi þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þeim vir0ist fyrirmunað að lesa pólitíkina og komnir úr öllum tengslum við sjálfan flokkinn og fólkið sem hann mynda. Takist flokksmönnum ekki að kasta þessari óværu úr flokknum mun þetta fara á einn veg, þann slóða er VG hefur nú farið í tvígang og samfó fór á árum Jóhönnustjórnarinnar.

Það voru greinilega of margir eftir í flokknum, þegar Viðreisn var stofnuð. Þeir kjarklausu sátu eftir og hafa nú öll ráð.

Gunnar Heiðarsson, 28.6.2025 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband