Framtíðarnefnd

Ekki vissi ég að til væri svokölluð framtíðarnefnd á Alþingi. Verkefni hennar frekar óljóst, þó er vitað Alþingi getur ekki vísað ákveðnum málum til nefndarinnar. 

Nú hefur varaformaður nefndarinnar lagt til að Framtíðarnefnd verði lögð af, að loknum skipanatíma hennar. Forseti Alþingis er hins vegar á því að mikilvægi þessarar nefndar sé svo mikið að nauðsyn beri til að lengja þann skipunartíma.

Það er ekki öll vitleysan eins og fjarri því að síðasti hálfvitinn sé fæddur. Hvað höfum við við Framtíðarnefnd að gera, nefnd sem ekki er hægt að vísa málum Alþingis til en aðrar nefndir geta leitað álits hjá? Skilgreint markmið nefndarinnar er svo loðið að hálfa væri nóg. Þessi nefnd er því algerlega þarflaus og gagnlaus.

En kannski eru þeir sem í nefndinni sitja svo miklir vitringar að þeir sjái fyrir um framtíðina, nú eða að þeir ráði yfir einhverri kristalkúlu. Man reyndar ekki eftir neinni afurð nefndarinnar, en framtíðin er jú ekki enn komin. Þegar varaformaður nefndarinnar telur hana vera þarflausa, er nokkuð ljóst að svo er. Ekki viðtekin venja að nefndarmenn telji sína nefnd óþarfa, hvað þá þeir sem titlaðir eru í efstu lögum nefnda. Oftast halda stjórnmálamenn föstum tökum í sínar nefndir, gefa út misvitrar skýrslur til að sanna tilveru þeirra. Vilja halda lífi í þeim svo lengi sem mögulegt er. Það er því nokkuð ljóst að þegar varaformaður nefndar telur hana ekki þjóna tilgangi, er nefndin gagnslaus og ber að leggja af.

Hvar er nú öll hagræðingin sem stjórnvöld boðuðu? Ef ekki er hægt að stöðva tilraun sem fyrirséð að myndi mislukkast, hvernig fer þá með aðrar hagræðingaráætlanir stjórnarinnar? Ef nefnd sem á að spá um það sem útilokað er að spá, þ.e. framtíðina, er talin svo mikilvæg, hvað þá með aðrar nefndir og stofnanir sem Alþingi ræður yfir?

Ég segi því aftur, það mun seint fæðast síðasti hálfvitinn. Verra er að þeir virðast hafa þá tilhneigingu að safnast saman í þingsal Alþingis.


mbl.is Segir framtíðarnefnd tilraun sem eigi að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband