Hvers er ábyrgðin

Guðni Á Haraldsson hrl. fer hörðum orðum um stöðuna á byggingamarkaði og bendir á það augljósa að eftirlit með byggingaframkvæmdum sé í skötulíki. 

Breyting á byggingareglugerð árið 2021 var að sumu leyti til góðs en að öðru til hins verra. Sú breyting sneri fyrst og fremst um flokkun bygginga í þrjá flokka, eftir umfangi. Þetta var til bóta. Hins vegar var eftirlit með byggingum fært mun nær framkvæmdaraðila en áður var, ábyrgðin færð frá leyfisveitanda, þ.e. sveitarfélögum, yfir til framkvæmdaraðila. Þetta var slæm breyting.

Þó er það svo að þó í fyrsta flokk bygginga sé leyfisveitanda gert frjálst um eftirlit og loka úttekt, þá skal leyfisveitandi gera lokaúttekt á byggingum í flokki tvö og vera með enn strangara eftirlit í byggingaflokki þrjú. Auk þess er eftirlitsmanni sveitarfélags heimilt að gera úttektir hvenær sem honum þóknast, á hvaða byggingarstigi sem er og í öllum flokkum bygginga, eftir eigin geðþótta. Því á ekkert íbúðahúsnæði, þ.e. húsnæði í byggingarflokka tvö að fá samþykki eða lokaúttekt nema að undanförnu eftirliti leyfisveitenda, byggingarfulltrúa

Nú er það svo að leyfi til bygginga er ekki veitt nema fyrir liggi hver er hönnuður og hver byggingastjóri og skulu þeir vera með gilda tryggingu fyrir hugsanlegum bótum sem kunna að koma upp. Auk þess þarf framkvæmdaraðili að skila lista yfir alla þá iðnaðarmenn sem til þarf, allt frá trésmið til veggfóðrara, allt að sjö iðngreinum og þurfa þeir aðilar einnig að sýna fram á gilda tryggingu.

En hvað með eftirlitsaðilann, fulltrúa sveitarfélagsins? Þar er engrar tryggingar krafist, þó auðvitað hann hafi síðasta orðið um það hvort húsnæðið sé byggt eftir þeim stöðlum sem ætlast er til og hvort farið hafi verið eftir öllum teikningum og hönnun í hvívetna. Hefur lokaorð um hvort húsnæðið standist allar kröfur og sé íbúðarhæft. Sá aðili, sem í raun ber mesta ábyrgð, ætti auðvitað að hafa öflugustu trygguna að baki sér tryggingu fyrir hugsanlegum göllum sem hann hefur samþykkt. Hvers er hin raunverulega ábyrgð?

Að öðru leyti set ég hér tengil á blogg sem skrifað var fyrir um tíu dögum síðan, um þetta sama mál.


mbl.is Eftirlitið í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband