AI eða AS, þar liggur efinn
25.4.2025 | 16:55
Gervigreind, eða Artificial Intelligence (AI) hefur mikið verið milli tanna fólks að undanförnu. Sumir slefa meðan aðrir eru svolítið varkárari. Gefin hafa verið út öpp þar sem hægt er að spyrja AI um nánast hvað sem er og fá svör. Allt byggir þetta auðvitað á að mata tölvur af upplýsingum, sem þær vinna síðan svar sitt út frá.
En nú eru blikur á lofti. Meta hefur nú náð að selja tæknirisum upplýsingar sem fram fara á þeim miðlum er Meta saman stendur af, til að auka "greind" þeirra forrita er undir AI falla. Vart verður sagt að allt sé gáfulegt eða viturlegt sem fram fer á miðlum Meta og vísindi sjaldan þar í fyrirrúmi. Því mun fljótt verða ófært að treysta svörum þessara nýju ofurforrita. Sannleikurinn verður þá metin af því sem hæst ber og frá þeim sem hæst hrópa. Vísindin fjúka.
Því má segja að verið sé að gera AI að AS, Atificial Stubitity, eða gerviheimsku.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Tölvur og tækni, Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning