Af einskærri heimsku anar OR í örendið
7.4.2025 | 17:16
Orkuveita Reykjavikur ætlar ekki að gefast upp á Cabfix verkefninu. Nú virðist Hafnafjörður úr myndinni, að mest og þá er ráðist á næstu fórnarlömb, Þorlákshöfn og Húsavík.
Einhverra hluta vegna er augljósasti kosturinn ekki inn í myndinni, orkuvinnslusvæði OR á Hellisheiði. Hvers vegna? Þar er allt sem til þarf, meira að segja niðurdælingaholur og allur búnaður. Eina sem þarf er lögn frá Miðbakkanum inn á heiðina. Ætti ekki að vera mikið mál og ef þetta er bara eins og hver annar gosdrykkur, er malið einfalt.
Eða er þetta kannski eitthvað eitraðra en gosdrykkur? Eru forsvarsmenn OR tilbúnir að bergja á glundrinu? Getur verið að OR sé hrædd um að orkuvinnslan á heiðinni sé í hættu af því magni sem til stendur að dæls í jörð, að það geti leitt til jarðskjálfta eða jafnvel enn verri hamfara, svo orkuvinnslan verði í hættu?
Einhver ástæða liggur fyrir því að OR er svo umhugað um að þessi starfsemi verði einhversstaðar annarsstaðar en í grennd við það svæði sem fyrirtækinu hefur verið úthlutað, til orkuvinnslu. Helst sem lengst í burtu.
Nú þegar hefur stórum upphæðum verið sóað í þetta verkefni, þó dótturfyrirtækið sé verðlaust. Það er nokkuð sérstakt. Og enn skal sóað fé í nafni OR. Ekkert veð til hjá Carbfix. Og loks, þegar ekki verður lengra komist í foraðinu, þurfum við eigendur OR að borga brúsann.
Þegar menn, af ógætni, ana út í foraðið, er um tvennt að ræða. Að snúa til baka og komast á fast land, eða hitt að halda áfram í örendið. Það þarf fádæma heimsku til að velja síðari kostinn, þó gerir Orkuveita Reykjavíkur einmitt það!
![]() |
Carbfix svarar fyrir sig vegna áforma á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 19:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning