Sorglegt mál
22.3.2025 | 08:03
Það er sorglegt að hlusta á þá umræðu sem fram hefur farið, vegna þess málefnis er varð til þess að Ásthildur Lóa sagði af sér ráðherraembætti. Þetta var stór yfirsjón miðað við tíðarandann í dag, þó kannski það hafi ekki þótt tiltölumál fyrir 35 árum síðan. Þjóðfélagið breytist og hugsun manna til ýmissa mála verður önnur. Umræðan er hins vegar óvægin og svo sem ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist hér á landi. Virðist frekar vera orðið einhverskonar norm, þar sem keppnin birtist gjarnan í að réttlæta yfirsjón eins, með því að nefna yfirsjón annars. Þetta sést vel í athugasemdum vefmiðla í þessu máli.
Hitt er þó alveg ljóst að sá sem ákveður að fara veg stjórnmálanna og gera sig gilda á þeim vettvangi, þarf að búa við það að leitað verði í hverju skúmaskoti til að koma höggi á viðkomandi.Því þarf það fólk að opinbera allar sýnar syndir, litlar sem stórar, áður en út á þann veg er farið.
Þessi svokallaða synd Ásthildar Lóu er ekki stór miðað við margar aðrar syndir í fórum stjórnmálamanna. Það er þó ekki það sem skiptir mestu máli, heldur verk þeirra í því starfi sem við kjósum þá til. Þar er hægt að gagnrýna flesta, hvar í flokki sem þeir eru.
Það sem setur stórar spurningar við þetta einstaka mál er afgreiðsla forsætisráðherra á því. Hvers vegna vildi hún ekki fund með þeirri manneskju sem óskaði eftir honum? Hvers vegna fara þessar upplýsingar út úr ráðuneytinu, sem þó var óskað eftir leynd yfir? Hvernig komust þessar upplýsingar í hendur fréttastofu ruv? Vitað er að innan samfylkingar eru menn sem einskis svífast og eru í sárum frá síðustu kosningum.
Þetta eru spurningar sem svara þarf. Forsætisráðherra verður að svara þessum spurningum undanbragðalaust, án tafar. Það gat hún gert á fréttamannafundi í gær, en kaus að gera ekki. Kom með eitthvað yfirklór sem ekki einu sinni stóðst tímasetningar. Síðar reyndi hún að klóra yfir þá yfirsjón sína með enn meira rugli.
Sem fyrr segir þá eru það verkin sem skipta máli, ekki eldgamlar yfirsjónir. Á því prófi féll Kristrún Frostadóttir. Og reyndar má segja að á því prófi hafi einnig Inga Sæland fallið, er hún ákvað að kasta öllum loforðum til sinna kjósenda frá borði, til að fá að sitja andspænis þingmönnum í þingsal.
Áthildur ákvað að segja af sér vegna þessa máls. Það er hennar ákvörðun, vonandi. Segir af sér vegna máls sem til varð fyrir 35 árum síðan og hefði svo sem ekki talist stór yfirsjón á þeim tíma. Ekkert hefur þó verið hægt að setja út á störf hennar sem ráðherra. Hún er því frjáls.
Það verður ekki sagt um Kristrúnu Frostadóttir. Hún virðist ekki valda sínu starfi.
![]() |
Ásthildur Lóa á allan minn hug núna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú meiri Óhappatalan þessi "35"..
Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2025 kl. 15:41
"Þessi svokallaða synd Ásthildar Lóu er ekki stór miðað við margar aðrar syndir í fórum stjórnmálamanna."
Að lokka til sín 15 ára peyja til samræðis, og hindra hann svo í að hitta sitt eigið ban í 18 ár?
Svolítið illt, finnst mér.
Í seinni tíð hafa afrek hennar svo verið í vafasamari kantinum.
Manneskjan virðist vera siðblind. Heppni að losna við hana úr embætti. Mætti alvge ganga lengra.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.3.2025 kl. 17:29
Ég held að hvorugur okkar sé í aðstöðu til að dæma þessa sögu Ásthildar Lóu, Ásgrímur. Alla vega treysti ég mér ekki til þess. Hitt veit ég að tíðarandinn fyrir 35 árum var annar en í dag.
Um verk hennar sem ráðherra er ekki verið að ræða, uppsögn hennar kemur þeim ekkert við. Hvort þau hafa verið góð eða slæm fer eftir viðmiðinu. Ég er ekki sammála mörgum hennar embættisverkum, enda ekki kjósandi Flokks fólksins. Það segir þó ekki að ég hafi þar rétt fyrir mér, alla vega ekki að mati kjósenda hennar.
Hitt liggur fyrir að Flokkur fólksins gaf mikið eftir til að ná ráðherrastólum, en það er önnur saga.
Gunnar Heiðarsson, 22.3.2025 kl. 23:09
Manneskjan blátt áfram riðlaðist á ófullveðja ungling, og hélt barninu sem hún átti með honum frá honum í 18 ár.
Beitti ríkinu til þess.
Staðreynd.
Þetta er augljóst, þetta er gróft. Sama er mér um tíðarandann fyrir milljón árum, maður sem hefði myrt einhvern fyrir 100 árum væri samt morðingi, hvað sem þú segðir um það.
Látum aðra glæpi hennar hér lyggja milli hluta.
Hver gerir svona?
Myndir þú?
Þetta er barnaníð á tvo mismunandi vegu. Mjög femínískt, mjög kommúnískt, en ekki móralskt gott á neinn hátt.
Auðdæmanlegt, hverjum sem lifandi er fæddur.
Á svona sósíópat að vera yfir einhvern hafinn? Af hverju finnst *þér* svo vera?
Ásgrímur Hartmannsson, 23.3.2025 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning