Trump hvað?
14.11.2024 | 00:48
Eins og skoðanakannanir nú segja þá er nokkuð víst að Samfylking muni verma ráðherrastóla eftir kosningar. Líkur eru á að Viðreisn muni einnig fá einhverja stóla. Enn sem komið er eru þessir tveir flokkar þó ekki með hreinan meirihluta, samkvæmt skoðanakönnunum og því vantar einhverja hækju undir vagninn. Miklar líkur eru á að sá ísheiti muni verða til í tuskið.
Samfylkingu er stjórnað af fyrrum bankamanni, sem afrekaði það hellst á þeim tíma er hún vann í bankanum að ávaxta örlítið eigið fé, lagði til 3 milljónir og endurheimti 100 milljónir þrem árum síðar. Ekkert að því svo sem, sumir eru heppnari en aðrir, eða þannig. Hitt var verra að þessi fjármálasnillingur taldi þann hagnað rangt fram til skatts og ætlaði að spara sér smá aur með því, eða um 25 milljónir. Sem betur fer komust skattayfirvöld að plottinu og rukkaði það sem ávantaði. Ekki fylgir sögunni hvort eða hversu mikið formaðurinn þurfti að greiða í sekt fyrir rangt framtal, svona eins og fletir þurfa að gera.
Samfylkingin fór þá leið, eins og reyndar flestir flokkar, að handvelja fólk á sína framboðslista. Þar var gengið framhjá góðum og gegnum krötum en valin þekkt andlit í staðinn. Einn af þeim sem hlutu náð formannsins ber stöðu sakbornings á bakinu og nú hefur verið upplýst að hann hafi sýnt af sér einstaka kvenfyrirlitningu á fyrri árum. Auðvitað er það svo að menn eiga að geta unnið sig frá sök sinni og gerst betri menn. En ekki er að sjá að viðkomandi hafi gert neitt í því að sanna að hann sé orðinn betri maður. Afsökunarbeiðni nú, mörgum árum síðar og einungis af því að málið komst upp, er lítt trúanlegt. Menn hafa sagt sig frá framboði fyrir minni sakir.
Formaður Samfylkingar talar mikið um planið sitt, að hún hafi plan. Virðist litlu skipta hverju hún er spurð að, hún er með plan. Loks var svo þetta plan hennar opinberað almenningi. Vissulega falleg orð þó maður hefði orðið svolítið áttavilltur við lesturinn. Planið stóa var meira í ætt við þær áherslur er aðrir flokkar, gjarnan hengdir við "hægri" hafa boðað genum tíðina. Fátt kratalegt í því plani. Algerlega á skjön við þau verk sem þessi flokkur hefur sýnt af sér hvenær og hvar sem hann hefur komist til valda. Það er nefnilega til saga og sagan segir okkur hver verkin eru. Orð og verk fara ekki alltaf saman og því eina sem hægt er að gera, er að skoða verkin. Þau segja okkur sannleikann, segja okkur hvernig þessi flokkur spilar alltaf öllu á kaf í skuldasúpu.
Það er erfiðara að meta verk Viðreisnar, enda sá flokkur lítið fengið að verma ráðherrastóla. Kannski má þó skoða verk þess flokks í sveitastjórnum, en þar er hann algerlega á plani við Samfylkingu.
Hitt er vitað að formaður Viðreisnar er ekki síður göldrótt en formaður Samfylkingar þegar kemur að eigin veski. Á einni nóttu tókst henni að forða fjölskildu sinni frá stórtapi, við bankahrunið. Tókst að láta margra milljarða króna lán hverfa. Á sama tíma voru eignir hins venjulega manns tekna miskunnarlaust af fólki, þó skuldin væri í sjálfu sér ekki há. Fólk lenti á götunni, fjölskyldur tvístruðust og sumir komust ekki lifandi frá hildarleiknum. Formaður Viðreisnar þurfti ekki að berjast við slík harðindi.
Þessir tveir formenn eru því næstum galdrakonur. Í það minnsta hefðu þeir bræður Eggert ríki og Páll í Selárdal verið fljótir til að dæma, ef þær hefðu verið uppi á þeirra dögum.
Og svo er það hækjan, þessi ísheiti. Þar fer auðvitað flokkur sem allir þekkja, enda verið við völd undanfarin ár. Hefur ísheitur safnað kringum sig jáhirð, svona eins og konungar forðum og veit því lítið hvað klukkan slær utan hennar. Helstu já menn ísheita hafa sýnt að þeirra hugur liggur helst erlendis, hjá auðmönnum. Unnið er statt og stöðugt að því að afhenda erlendum auðrónum land svo þeir fái að rústa okkar fögru náttúru með risa vindorkuverum. Nú síðast gefið land austur á Héraði undir slík ósköp. Reyndar lítill sem enginn markaður fyrir svo óstöðuga orku hér á landi, enda magnið með þeim ósköpum að varla er hægt að átta sig á umfanginu.
En það er allt í lagi, skiptir litlu hvort markaðurinn er til eða ekki, það er nægur markaður fyrir alla orku erlendis, stöðuga sem óstöðuga og þar kemur annar jámaður þess ísheita við sögu. Hún ætlar að láta Alþingi samþykkja bókun35 við EES samninginn, bókun sem vísvitandi var haldið frá samningnum í upphafi þar sem ljóst var að þessi bókun gengi of nærri stjórnarskránni. Megin tilgangur þess að fá þessa bókun samþykkt er að leysa þann vanda er upp kom er orkupakki3 var samþykktur. Til að ná meirihluta á Alþingi var sett heimatilbúin sérgrein um að Alþingi eitt gæti ákveðið hvort héðan yrði lagður raforkustrengur til Evrópu. Allir vita að þessi séríslenska viðbót mun ekki halda en til að þurfa ekki að standa í málaferlum telur Sjálfstæðisflokkur hentugra að samþykkja einfaldlega þessa bókun. Þar með fellur þetta sér íslenska ákvæði sjálfkrafa úr gildi og sú stofnun ESB sem við höfum selt okkur til, mun hafa öll ráð. Enda frumforsenda þess að virkja vind á Íslandi að strengur verði lagður til meginlandsins. Þannig og einungis þannig er einhver von til að hægt sé að reka hér á landi vindorkuver, án mikils taps.
Reyndar er það svo að í stefnuskrá Samfylkingar er ekki minnst á vindorku. Hins vegar lét formaður flokksins frá sér þau orð í netprodkasti að henni þætti ekkert að því að raforka yrði seld úr landi. Viðreisn er með skýra stefnu, vindorkuver eiga að rísa, sem flest og sem stærst. Um flokk þess ísheita þarf ekki að ræða, nægir að skoða verkin.
Svo er auðvitað annar kostur sem hækja fyrir Samfylkingu og Viðreisn, Framsóknarflokkur. Ætla ekki að eyða orðum á þann flokk.
Það yrði skelfilegt ef þessir flokkar ná meirihlutafylgi í kosningum.
Sigur Trumps bliknar í samanburðinum.
Þórður má og á að skammast sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef við veljum þessa flokka illskunnar, eins og lítur út fyrir að við munum gera, Samfylkingu, Viðreisn og Sjálfstæðisflokk, til að stjórna landinu okkar, eigum við ekkert nema illt skilið, enda höfum við valið það. Við getum ekki borið því við að við höfum ekki vitað hvað til friðar heyrir.
Ef þú hlýðir ekki raustu Drottins Guðs þíns, svo að þú varðveitir og haldir allar skipanir hans og lög, er ég legg fyrir þig í dag, þá munu fram við þig koma og á þér hrína allar þessar bölvanir: Bölvaður ert þú í borginni og bölvaður ert þú á akrinum. Bölvuð er karfa þín og deigtrog þitt. Bölvaður er ávöxtur kviðar þíns og ávöxtur lands þíns, viðkoma nautgripa þinna og burðir hjarðar þinnar. Bölvaður ert þú, þegar þú gengur inn, og bölvaður ert þú, þegar þú gengur út. Drottinn mun senda yfir þig bölvun, skelfing og ógnun í öllu því, er þú tekur þér fyrir hendur að gjöra, uns þú gjöreyðist og fyrirferst skyndilega sökum illra verka þinna sökum þess, að þú yfirgafst mig. (5. Mós. 28:15-20).
En við höfum kost sem heyrir til friðar, við getum valið Lýðræðisflokkinn.
Ef þú hlýðir grandgæfilega raustu Drottins Guðs þíns, svo að þú varðveitir og heldur allar skipanir hans, þær er ég legg fyrir þig í dag, þá mun Drottinn Guð þinn hefja þig yfir allar þjóðir á jörðu, og þá munu fram við þig koma og á þér rætast allar þessar blessanir, ef þú hlýðir raustu Drottins Guðs þíns: Blessaður ert þú í borginni og blessaður ert þú á akrinum. Blessaður er ávöxtur kviðar þíns og ávöxtur lands þíns og ávöxtur fénaðar þíns, viðkoma nautgripa þinna og burðir hjarðar þinnar. Blessuð er karfa þín og deigtrog þitt. Blessaður ert þú, þegar þú gengur inn, og blessaður ert þú, þegar þú gengur út. (5. Mós. 28:1-6).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 14.11.2024 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning