Nú er ég hættur að skilja
15.10.2024 | 20:02
Ég er nú alveg hættur að skilja hlutina hérna. Forseti ætlar að rjúfa þing á fimmtudag, en segir jafnframt að þingmenn muni halda umboði sínu sem þingmenn fram að kosningu. Því muni vera hægt að ljúka mikilvægum málum sem lægju fyrir.
Eftir að þing er rofið starfar það ekki lengur og eðli málsins engin mál afgreidd, svo einfalt sem það er. Því er einungis um morgundaginn að ræða til að ljúka málum. Þar kemur þó örlítið babb í bátinn, þar sem lögformlega þurfa mál þrjár umferðir á þinginu og afgreiðslu nefnda á milli. Veit ekki til að ríkisstjórnin sé komin það langt með afgreiðslu á neinu máli að einn þingdagur dugi til að klára það.
Það er svo sem ekki að undra þó sumir þingmenn og jafnvel ráðherrar skilji ekki þessa einföldu staðreynd, enda stjórnarskráin í litlum metum á þingi. Hitt er alvarlegra þegar forsetinn hefur ekki betri þekkingu á stjórnarskránni og stjórnlögum!
Rýfur þing og boðar til kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Forseti ætlar ekki og getur ekki rofið þing á fimmtudag, Forseti ætlar að boða kosningar og það þingrof sem þá tekur gildi. Þingrof er hægt að boða en það tekur ætíð gildi við næstu kosningar. Þingmenn halda, samkvæmt stjórnarskrá, umboði sínu sem þingmenn fram að kosningu. Forseti getur ekki svipt þingmenn umboði sínu. Það getur bara þjóðin með kosningu. Því muni vera hægt að ljúka þeim málum sem þurfa þykir.
Vagn (IP-tala skráð) 15.10.2024 kl. 22:10
"Forseti ætlar að rjúfa þing á fimmtudag, en segir jafnframt
að þingmenn muni halda umboði sínu sem þingmenn fram að kosningu".
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Þessi umdeilda STARFSSTJÓRN sem að deilt er um;
snýst um að ráðherrarnir sitji áfram í sínum ráðuneitum
og sinni daglegum störfum
tengt allskyns smáatriðum þannig að ráðuneytin virki;
en ekki þannig að STARFSTJÓRNIN sé að taka stórar ákvarðanir
um umdeil mál sem að þarfnast atkvæðagreiðslu á Alþingi.
Dominus Sanctus., 16.10.2024 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.