Eitt góðverk VG

Það virðist sem VG ætli að gera eitt góðverk á sinni lífstíð, að þurrka sig út úr íslenskum stjórnmálum.

Fyrir komandi landsfundi flokksins liggur tillaga um að slita stjórnarsamstarfinu við Framsókn og Sjalla. Þarft verk og löngu tímabært. Þetta mun að sjálfsögðu leiða til þess að flokkurinn þurrkast út úr íslenskum stjórnmálum. 

Til merkis um þurrð innan flokksins og grasrótarinnar þurfa höfundar tillögunnar að skreyta hana stolnum fjöðrum, svo sem eins og það sé VG að þakka að skólamáltíðir skulu vera fríar í leik- og barnaskólum. Eigandi þeirra bóta er verkaliðshreyfingin og ekki veit ég til að hún sé gengin í VG. 

Enn er einungis einn sem gefur kost á sér til formanns, Svandís Svavarsdóttir. Öflugur þingmaður sem kann nokkuð til verka í stjórnmálum. Hefur ekki hikað við að láta stjórnmálaskoðanir ráða för þó það sé í trássi við landslög, jafnvel sem ráðherra. Litlar líkur eru á að henni takist að breyta því sem framundan er hjá VG, endanlegu hruni. Það verður því líklega hennar hlutverk að fylgja flokknum til grafar.

En svo er auðvitað eftir að sjá hvort tillagan nái fram, eða hvort flokkurinn ætlar enn að tóra, sér og þjóðinni til skammar.

 


mbl.is Betra fyrir samfélagið að VG slíti samstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Og vertu viss um það Gunnar að slímið

í ráðherrastólunumm er svo sterkt, að

það mun ganga fyrir öllu.

Enda veit VG að í þá stóla komast þeir 

aldrei aftur.

Sigurður Kristján Hjaltested, 26.9.2024 kl. 07:40

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er spurning hversu mikið vald komandi formaður hefur yfir grasrótinni. Reyndar virðist ekki vera meiningarmunur milli hennar og grasrótarinnar, að slíta eigi samstarfinu. Einungis spurning um hvenær.

Svo er auðvitað hinn vinkillinn, geta Framsókn og Sjallar unnið með þeim nýja formann? Hún hefur vart sýnt mikinn samstarfsvilja til þessa, jafnvel brotið landslög í ráðherrastóli.

Gunnar Heiðarsson, 26.9.2024 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband