Svik við kjósendur Sjálfstæðisflokks
2.9.2024 | 07:40
Ef Sjálfstæðisflokkur vill eiga minnstu möguleika á að ná einhverju fylgi aftur, verður öll stjórn hans að víkja. Þeirra tími er löngu liðinn. Það dugir ekki að formaðurinn einn stígi til hliðar og alls ekki að varaformaður taki við keflinu. Stjórnin verður öll að víkja. Annað er dauðadómur fyrir flokkinn.
Menn segja að slíkt sé ekki framkvæmanlegt, hverjir eigi þá að taka við? Það er enginn ómissandi, hvorki hjá stjórnmálaflokki né annarsstaðar. Sjálfstæðisflokkur hefur verið móðurflokkur stjórnmála á Íslandi frá stofnun og fram á þessa öld. Það er ekki fyrr en nú síðustu ár, sérstaklega á þeim tíma er núverandi stjórn hefur ráðið, sem flokkurinn hefur látið undan gefa og það sögulega. Núverandi stjórn er því alls vanhæf. Jafnvel eftir Hrun var flokkurinn öflugri en hann er í dag.
Ef slíkur flokkur getur ekki skipt út hjá sér stjórn, ef mannaval flokksins er ekki skárra en svo, er kannski eins gott að leggja þennan fyrrum móðurflokk íslenskra stjórnmála niður. Fari varaformaður í stól formanns mun það gerast sjálfkrafa.
Það er komið nóg af þessu rugli, komið nóg af svikum við kjósendur flokksins.
Fer ekki fram gegn Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek eftir því að varaformaðurinn, ráðherra stríðsæsingamála, hefur ítrekað lýst yfir áköfum vilja sínum til að "leiða flokkkinn" ef formaðurinn segir af sér, sem hún virðest bíða eftir með óþreyju. Hún virðist ekki átta sig á því að hún á sjálf drjúgan þátt í fylgistapi flokksins og að velja hana til forystu yrði algert harakiri.
Gunnlaugur Baldvin Ólafsson, 2.9.2024 kl. 11:15
Varaformsður Sjálfstæðisflokksins verður næsti varnarmálaráðherra Úkraínu og mun lýsa yfir heilögu lýðræðisstríði við Georgíu.
Júlíus Valsson, 2.9.2024 kl. 12:09
Aldrei hefur einni manneskju tekist á jafn stuttum
tíma og hún hefur verið ráðherra að eyðileggja ásýnd Íslands
sem friðarþjóð og hlutlaus. Búin að snúa rússum að okkur sem óvinum sem
alltaf hafa staðið með Íslandi og einna helst þegar nató þjóð herjaði
hér með herskip gegn okkur. Þá voru rússar góðir. Gleymum svo ekki
fíflinu honum Gordon Brown sem setti á okkur hryðjuverkarlög.
Þetta lið er hún að sleikja upp og þykjast vera eitthvað sem hún er
alls ekki.Gunnlaugur Baldvin er svo með rétta lýsingu á þessu.
Hún er svo gott búin að stúta flokknum en myndi endanlega ganga
frá honum ef hún yrði formaður.
Sigurður Kristján Hjaltested, 2.9.2024 kl. 15:38
Það er alveg sárgrætilegt að svona sé farið með Sjálfstæðisflokkinn, sem bar nafn með rentu lengi. Hvað er hægt að kalla nýjan flokk með góða menn og góðar konur innanborðs sem þarf að stofna, úr því að svona er snúið út úr RÉTTUM HUGTÖKUM með svikaliði sem þar stjórnar?
Já, það er ljóst að hætta er á að Sjálfstæðisflokkurinn fari niður fyrir 13%, já niður fyrir 10%!!!
Ingólfur Sigurðsson, 2.9.2024 kl. 20:28
Smá fyrirspurn. Þegar fett er upp síðueiganda kemur nafnið Gunnar Þór Heiðarsson upp. Kannast við einn sem er framkævmdastjóri Faxaflóahafni. Er þetta sá sami Gunnar eða einhver allt annar.
Sigurður Þorsteinsson, 3.9.2024 kl. 12:45
Sæll Sigurður
Ég heiti vissulega Gunnar Þór Heiðarsson en er alls ekki framkvæmdastjóri Faxaflóahafna. Samkvæmt heimasíðu þess fyrirtækis heitir framkvæmdastjórinn Gunnar Tryggvason.
Gunnar Heiðarsson, 3.9.2024 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.