Fylgi flokka

Þau stórtíðindi vor gerð heyrinkunnug að Miðflokkurinn væri orðinn næst stærsti flokkur landsins, væri orðinn stærri en Sjálfstæðisflokkur. Því miður var þarna ekki um kosningu að ræða, heldur einungis skoðanakönnun. Og skoðanakannanir eru jú bara kannanir og ber að taka þeim með fyrirvara.

Það sem kemur þó mest á óvart eru útskýringar stjórnmálafræðinga á þessari fylgisaukningu Miðflokksins. Þeirra skýring er að óánægðir kjósendur Sjálfstæðisflokks séu að færa sig yfir til Miðflokks. En bíðum við, var ekki fylgistap Framsóknar einmitt sagt vera það sama, að kjósendur þess flokks væru að færa sig yfir í Miðflokkinn? 

Það væri óskandi að stjórnmálafræðingar hefðu rétt fyrir sér, að þeir sem yfirgefa Sjalla og Framsókn muni kjósa Miðflokkinn. Þá yrði Miðflokkur öflugur. En því miður halda þessar útskýringar fræðinganna ekki vatni, ekki frekar en aðrar útskýringar þeirra. Fylgistap Sjalla og Framsóknar er einfaldlega stærra en svo að þessi útskýring fræðinganna gangi upp. 

Og auðvitað fylgir ætið útskýringum stjórnmálafræðinganna að Miðflokkurinn sé öfgaflokkur til hægri. Stærra skammaryrði þora þeir ekki að nefna. Þeir sem skoða stefnu flokksins sjá þó annað og þeir sem skoða verk flokksins á Alþingi komast fljótt að því að engir öfgar hafa verið stundaðir af kjörnum fulltrúum hans. 

Hins vegar hefur Miðflokkurinn verið einn fremsti flokkur á Alþingi til að standa vörð lands og þjóðar, stundum einn og óstuddur, stundum með hjálp einstaka smáflokka. Ef það kallast öfgar til hægri er ég stoltur hægri öfgamaður. En svo er þó ekki, heldur er þetta einungis það sem allir stjórnmálaflokkar á Alþingi eiga að gera, að standa vörð lands og þjóðar. 

Kannski er þetta einmitt ástæða fylgisaukningar Miðflokksins, að þjóðin sé að vakna upp af martröð ósjálfstæðis okkar á sífellt fleiri sviðum.

Sama ástæða gæti hæglega útskýrt fylgistap Sjálfstæðisflokks og jafnvel Framsóknar einnig. 


mbl.is Miðflokkurinn tekur fram úr Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er öfgakennt hversu Bogi getur lengi hangið á RÚV roðinu.  Hann er löngu kominn á tíma.  Gilda aðrar reglur um hann en aðra, í krafti ohf. spillingarinnar? 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.8.2024 kl. 10:20

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bogi hætti hjá ruv vegna aldurs. Mætti svo bara aftur til vinnu sem verktaki. 

Það gilda greinilega önnur lög innan þessarar stofnunar.

Gunnar Heiðarsson, 30.8.2024 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband