Blái þráðurinn

Ríkisstjórn Katrínar hékk á bláþræði frá upphafi. Ríkisstjórn Bjarna (sem reyndar er sama ríkisstjórn) notast við sama slitna þráðinn.

Það eru ófá skrifin á þessari bloggsíðu, þar sem ríkisstjórn Katrínar var spáð falli. Þegar síðan höfuð þeirrar ríkisstjórnar ákvað að yfirgefa koppinn og sækjast eftir búsetu á Bessastöðum, skrifaði undirritaður að þar með væru dagar ríkisstjórnarinnar taldir, að það lím sem héldi henni saman væri farið. Það er engum blöðum um það að fletta að vinskapur og virðing Bjarna og Kötu er sterk. 

En nú er ég farin að efast. Svo mörg mál hafa komið upp sem hefðu talist ærið tilefni til stjórnarslita, allan tíma þessarar ríkisstjórnar. Samt hefur tekist að halda í henni lífi. Oftar en ekki hafa sumir stjórnarþingmenn þurft að kyngja ælunni, einkum þingmenn VG og Sjalla. Framsókn er jú opin í báða enda og þolir ýmislegt í slíkum málum.

Fyrrum fréttaritari ruv og nú starfsmaður VG taldi upp nokkur slík mál, sem hún taldi VG hafa þurft að gefa meira eftir en þeim var hollt. Það þarf ekki lengi að hugsa til að finna mun fleiri mál sem Sjallar hafa gefið eftir í þessu samstarfi, stundum með fyrirvar og gegnum störf á þingi en einnig gerræðislegar ákvarðanir sumra ráðherra VG.

Þessi ríkisstjórn var ekki stofnuð um málefni eða prinsipp. Hún var eingöngu stofnuð um kyrrstöðu á öllum sviðum. Það segir að prinsippmál hvers flokks má sín lítils. Þ.e. þeirra tveggja flokka í þessu samstarfi sem hafa prinsipp. Þriðji lafir bara með. Engin breyting hefur orðið á þessu markmiði, þó nýtt höfuð sé komið á samstarfið og það eldra fallið frá borði.

Því er varlegt að spá falli þessarar ríkisstjórnar, líklegra að hún lafi svo lengi sem henni er heimilt. Að bláþráðurinn haldi.

En það má vissulega vona.


mbl.is „Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fall þessarar ríkisstjórnar skiptir engu máli.

Vaktaskipti og dansinn heldur áfram.

Það er ekkert að breytast, eins gott að skilja það fyrir löngu síðan.

L. (IP-tala skráð) 5.6.2024 kl. 21:08

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eru þau ekki farin að pakka eftir öll þessi hálf-föll þótt rúlluðu ekki á hausinn; varla ætlast til að pakkið geri það,? 

Helga Kristjánsdóttir, 6.6.2024 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband