Nýr forseti

Fyrst vil ég óska Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn. 

Niðurstaða kosninganna um nýjan forseta yfir Íslandi, næstu árin, gat farið verr, en einnig líka mun betur. Ljóst er, miðað við fjölda frambjóðenda, að Halla fékk góða kosningu og vonandi mun hún standa sig í starfi. Til þess þarf hún að vera duglegur forseti þjóðarinnar, ekki láta utanaðkomandi öfl stjórna sér til hlýðni. Þetta mun fljótlega koma í ljós, enda mörg umdeild mál sem koma fljótt inn á hennar borð. Þá reynir á hana og sýnir hennar innri mann.

Þessi sigur Höllu losaði Kötu af öngli sjallana og því getur hún brosað breytt, einnig með augunum.

Það er hins vegar sú værukærð yfir landsmönnum sem kemur mér mest á óvart. Meðan erlend öfl eru að leggja undir sig landið okkar og erlend ríkjasambönd sælast sífellt meira til valda hér, sneið fyrir sneið, voru einungis örfá prósent sem kusu þann frambjóðanda sem stóð heill gegn þessum öflum. Við fengum tækifæri til að snúa þessari þróun við, en gripum það ekki. 

"Þetta reddast" er okkur landsmönnum tamt máltæki. Eftir að sjálfstæðinu hefur verið fórnað mun ekkert "reddast".  Þá verðum við hjálenda án allrar ákvarðanatöku um land okkar og auð þess. 

Baráttan heldur áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, satt er það. En Halla verður að gera sér grein fyrir því, að það er stór hópur, sem mun gera miklar kröfur til hennar, einmitt vegna þessa. Erlendis þekkist það ekki, að þjóðhöfðingjar, hvort heldur kóngar eða forsetar sitji í stjórnum neinna samtaka af neinu tagi, sem geta bundið hendur þeirra að neinu leyti. Það var t.d. mjög umdeilt í Danmörku, þegar núverandi kóngur settist sem krónprins í stjórn Ólympíusambandsins, og hann varð að segja sig frá stjórnarsetunni, áður en hann gerðist kóngur. Þetta segir okkur, að Halla getur ekki leyft sér að vera bundin neinum skyldum eða stjórnarsetu í erlendum stórfyrirtækjum, og alls ekki þeim, sem ásælast Ísland, gögn þeirra eða gæði, eftir að hún sest í stól forseta. Það er líka skylda okkar að veita henni strangt aðhald. Hún verður að vita, að hún getur engan veginn sameinað þjóðina, ef hún ætlar að þjóna landinu sem þjóðhöfðingi. Hún verður aldrei minn forseti frekar en Guðni. Ég treysti henni ekki, og svo munu margir gera. Ef hún vill, að þjóðin treysti henni, þá verður hún líka að vinna til þess m.a. með því að losa tengslin við þessi fyrirtæki, sem ásælast landið og auðlindir þess, og vera ekkert að hygla þeim að neinu leyti, þó að augljóst megi vera, að þau hafi fyrst og fremst unnið þessar kosningar, og kosta ábyggilega kosningabaráttu hennar að einhverju leyti. Það verður fylgst með henni og því, sem hún gerir. Við gefum henni engan afslátt af einu eða neinu. Hún verður að átta sig á því, og að nú er skylda hennar og þjónusta fyrst og fremst við Ísland og ÍSlendinga en ekki einhver erlend auðsfyrirtæki, sem ásælast landið og gæði þess.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2024 kl. 11:45

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk fyrir þessa athugasemd Guðbjörg.

Virðing og traust fæst aldrei keypt, sama hversu hátt er boðið. Virðing og traust verður hver að ávinna sér, með verkum sínum og æði.

Gunnar Heiðarsson, 2.6.2024 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband