"Senn"
8.4.2024 | 19:05
Nú er stóra spurningin, hvað ef slitnar uppúr viðræðum stjórnarflokkanna og stjórnin springur? Hver fer þá til forseta til að biðjast lausnar fyrir ríkisstjórnina? Varla Kata, hún hefur þegar mætt í settið hjá honum og sagt af sér þó hann hafi óskað eftir að hún yrði áfram starfandi forsætisráðherra. Sjálf hefur hún gefið rækilega í skyn að hún er ekki pólitískur ráðherra lengur.
Útspil Guðna, þegar Kata baðst lausnar fyrir sig var undarlegt. Hann átti auðvitað að taka af öll tvímæli um að ríkisstjórnin væri þar með fallin og hann óskað eftir að ráðherrar sætu áfram í starfsstjórn, þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð. Hann átti að fresta Alþingi þar til málið væri í höfn.
Nú virðist enginn vita neitt í sinn haus, ekki hvort Alþingi geti eða má starfa, ekki hvað gera skal ef ekki næst saman um nýja ríkisstjórn og kannski það sem verst er að enginn veit hvað "senn" er langur tími. Þó greinilega eitthvað meira en dagar. Hvort skilgreining forsetans á þessu eru vikur, mánuðir eða ár er aftur á huldu.
Nefndarfundum aflýst: Engin ríkisstjórn í reynd starfandi í landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.