Vonbiðlar að Bessastöðum

Nú liggur fyrir að a.m.k. 6 verða í framboði til forseta Íslands. Fleiri hafa sýnt áhuga svo vel gæti farið svo að kjósendur fái að velja úr stærri hóp. Ef við miðum við þá sex sem þegar hafa náð að skila inn meðmælum, geri ráð fyrir að Katrín sé í þeim hóp, og atkvæði skiptast nokkuð jafnt, munum við hugsanlega fá forseta sem hefur einungis fylgi lítils hluta þjóðarinnar. Ef allir mæta á kjörstað gæti fylgið við kosinn forseta legið innan við 17%, en auðvitað mæta aldrei allir og raunfylgið því mun minna.

Slíkur forseti er veikur í embætti og ekki hægt að tala um hann sem einhverskonar sameiningartákn þjóðarinnar. Einnig væri forseti í þeirri stöðu mun vanmáttugri til að standa þann eina vörð er honum er falið, að vera varnagli milli þjóðar og þings.

Margir hafa nefnt þá tilhögun að taka hér upp tvöfalda kosningu, að ef enginn nær yfir 50% í fyrstu kosningu verði kosið aftur milli þeirra tveggja er flest atkvæði fá. Þetta er í sjálfu sér réttmætt hugsun og auðséð að þá stæði annar yfir 50% en hinn undir því marki. Það segir þó ekki að atkvæðin á bakvið kosinn forseta væru neitt fleiri. Færri munu mæta í seinni kosninguna og margir skila auðu.

Því má segja að það lýðræði sem við höfum valið, að einungis sé kosið einu sinni og sá sem flest atkvæði fær verði réttkjörinn, sé í sjálfu sér ekkert verra fyrirkomulag. Það eru jú atkvæðin að baki sem veita styrkinn, ekki prósenta þeirra sem mæta á kjörstað.

Annað hefur einnig verið nefnt sem lausn til að hefta þá ásókn sem er í þetta embætti, en það er fjöldi meðmælenda. Réttilega bent á að fjöldi meðmælenda hafi ekki uppfærst miðað við fjölgun kjósenda. Þetta ætti að vera auðvelt að laga, einungis smá breyting í stjórnarskrá sem gæti fylgt með næstu kosningum til Alþingis. Að í stað ákveðins fjölda, eins og stjórnarskrá tilgreinir verði sett inn ákveðið hlutfall kjörbærra manna. Ef Alþingi samþykkir slíka breytingu fyrir kosningar og nýtt Alþingi samþykkir hana síðan að loknum kosningum, er málið afgreitt. Er ekki flóknara en það.

Slík breyting er þó engin vissa fyrir að frambjóðendum fækki. Á þeirri upplýsinga og tækniöld sem við búum, er einfaldleikinn við söfnun meðmæla slík að helsta vandamál við þá söfnun er að fá ekki of marga meðmælendur.

Því munum við áfram búa við marga vonbiðla til búsetu á Bessastöðum, þegar rúmin þar losna, rétt eins og við þurfum að búa við óheyrilegan fjölda vonbiðla til setu á Alþingi, þegar stólarnir þar losna. Spurningin er bara hvort við veljum að halda því lýðræði sem við höfum haft og að sá sem flest atkvæði fær sé réttkjörinn, jafnvel þó fá séu, eða hvort við viljum hrófla við þessu og taka upp tvöfalda kosningu, til þess eins að hækka prósentuna á bak við forsetann, jafnvel þó atkvæðin verði ekkert fleiri.


mbl.is Mikilvægt fyrir Katrínu að ekki verði stjórnarkreppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

"Margir hafa nefnt þá tilhögun að taka hér upp tvöfalda kosningu, að ef enginn nær yfir 50% í fyrstu kosningu verði kosið aftur milli þeirra tveggja er flest atkvæði fá. Þetta er í sjálfu sér réttmætt hugsun og auðséð að þá stæði annar yfir 50% en hinn undir því marki".

------------------------------------------------------------------------------------

Tvöfalda kosningin skiptir ekki máli NEMA

að við myndum taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi

þar sem að FORSETI ÍSLANDS þyrfti  að AXLA

RAUNVERULEGA ÁBYRGÐ Á SINNI ÞJÓÐ

MEÐ ÞVÍ AÐ HANN ÞYRFTI

SJÁLFUR AÐ LEGGJA  AF ST

MEÐ STEFNURNAR Í ÖLLUM STÓRU MÁLUNUM.

Ýtarefni:    https://contact.blog.is/blog/vonin/category/2908/

Dominus Sanctus., 7.4.2024 kl. 09:04

2 identicon

Ólafur Ragnar Geimsson - 1996 -2016 - Menntun: Stjórnmálafræðingur.

Guðni Th. Jóhannesson - 2016 - 2024 - Menntun: Stjórnmálafræðingur.

Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson - 2024 - ? - Menntun: Stjórnmálafræðingur/Leikari.

Starfssvið stjórnmálafræðinga: Kennsla, fræðistörf, álitsgjöf í fjölmiðlum.

Stjórnmálafræðingur á Bessastöðun síðustu 28 árin, Líklega næstu 8 - 16 árin í viðbót. Stjórnmálafræðingur á Bessastöðum í samfellt 36 - 48 ár og lýðræðið ekki nema í 74. ára í dag. Mikið hlýtur menntun í stjórnmálafræði að vera merkileg þó gagnsemi hennar fyrir samfélagið sé vandfundið.

En svona til að vera með leiðindi, af hverju eru Baldur og Felix að opna kosningaskrifstofu?  Er Felix í framboði? Það hefur ekki hingað til þekkst í kosningum á Íslandi að hjón bjóði sig fram saman í sama embættið.  Eitthavð sem ég missti af?.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.4.2024 kl. 14:40

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

Gaypride-göngufólkið vil ná heimsyfirráðunum.

Sástu ekki sjónvarpsþáttaröðina um HUNGER-GAMES? 

Þar náði gaypride-göngufólkið heimsyfiráðunum;

og lék sér að því að kúga gagnkynhneigða fólkið:

https://www.youtube.com/watch?v=mfmrPu43DF8

Dominus Sanctus., 7.4.2024 kl. 14:55

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Dominus.

Hef ekki velt fyrir mér neitt sérstaklega kostum eða göllum þess að taka upp forsetalýðræði. Vel gæti verið að það hentaði vel hér. Alla vega virðist slíkt fyrirkomulag virka þokkalega þar sem það er.

Ætla ekki að blanda mér í umræðuna um það efni sem þú nefnir í seinni athugasemd þinni.

Gunnar Heiðarsson, 7.4.2024 kl. 23:14

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú spyrð stórt Bjarni.

Eitthvað þurfa jú stjórnmálafræðingar að hafa fyrir stafni. Hvort þjóðinni sé hollt að þeir séu forsetar er svo annað mál, ættu kannski frekar heima á Alþingi. Æ,æ, Baldur er víst búinn að reyna þá leið. Reyndar er það svo að það er þjóðarinnar að velja forseta og hvort hún velur stjórnmálafræðing í starfið eitt skiptið enn kemur í ljós. Sjálfur tel ég það frekar ólíklegt.

Það er rétt hjá þér, það hefur ekki tíðkast til þessa að makar frambjóðenda bjóði sig einnig fram. Spurning hvort launin þurfi þá að tvöfaldast.

Gunnar Heiðarsson, 7.4.2024 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband