Ríkisstjórnin er aumkunarverð

Framkoma ráðherra ríkisstjórnarinnar er aumkunarverð, svo ekki sé meira sagt. Nú kveður sér hljóðs einn ráðherra Sjalla og segist bera fullt traust til Svandísar. Ekki langt síðan hún gerði stólpagrín af henni og nefndi þar einmitt framkomu Svandísar í því máli sem Umboðsmaður Alþingis hefur nú komist að niðurstöðu um. Þar var hann reyndar sammála þessum ráðherra Sjalla, um að Svandís hefði bæði brotið lög og ekki gætt að jafnræðisreglu. Eftir einn fund í ráðherrabústaðnum kemur Áslaug svo út brosandi út og segist styðja Svandísi! Hvers konar andsk..... aumingjaskapur er þetta?!

Nú hafa nokkrir óbreyttir þingmenn Sjalla verið nokkuð harðir í afstöðu sinn gagnvart þessu lögbroti Svandísar. Eðlilega, enda sjálfsögð krafa að ráðherra fari að lögum. Í réttarríki gengur annað ekki upp. Annars erum við ekki lengur réttarríki, heldur orðin að einræði. Það er alvarlegt ef aðrir ráðherrar skilja ekki þetta grundvallar atriði. 

Fyrir liggur, ef ekki verður tekið í taumana og Svandís látin yfirgefa ráðherrastól, muni verða lögð fram á Alþingi vantrausttillaga. Væntanlega á Svandísi eina en ætti auðvitað að vera á alla ráðherra, miðað við hvernig þeir tala og haga sér í málinu. Víst er að vantraust verið samþykkt á Alþingi, sitji þingmenn Sjalla hjá. Þá mun koma í ljós hvernig menn þeir hafa til að bera. Hvort þeir standi við stóru orðin eða hvort þeir fara að fordæmi fyrrum félaga síns sem át eigin orð upp til agna án þess að blikna, fyrir síðustu kosningar.

Tel líklegra að þeir muni verja Svandísi fyrir vantrausti, taki á sig sök hennar.


mbl.is „Ég hef borið traust til hennar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo eigum að bera virðingu fyrir þessu liði!!! 

Sigurður I B Guðmundsson, 9.1.2024 kl. 19:12

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Huglausir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn.

Svandís hefur margoft brotið af sér í starfi án nokkurra viðurlaga. Hvað með alla Sjálfstæðisráðherrana sem flæmdir voru úr starfi vegna yfirgangs vinstraliðsins.

Staðan í íslenskum stjórnmálum er sorgleg!!!!!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.1.2024 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband