Viðbrögð ráðherrans
6.1.2024 | 07:47
Niðurstaða á skoðun umboðsmanns Alþingis, á því hvernig matvælaráðherra stóð að verkum í upphafi sumars, er húm frestaði hvalveiðum með eins dags fyrirvara, ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart. Bæði lærðir og leikir sáu strax að þar fór ráðherrann hressilega yfir strikið. Braut lög og gætti ekki meðalhófs í ákvörðunum.
Það er hins vegar hvernig ráðherrann tekur á áliti umboðsmanns, sem kemur virkilega á óvart. Þar er ekki neina iðrun að sjá. Talar um að lögin séu gömul og úrelt. Engu að síður eru þau lög í gildi og ber öllum að fara eftir þeim, líka ráðherra.
Hún staglast á þessu í hverjum fréttatímanum af öðrum, að lögin séu úrelt og þeim þurfi að breyta. Að það sé nóg fyrr ráðherra sem brýtur lög að breyta þeim bara eftir brotið, af því þau lög eru ekki henni að skapi. Að þar með sé málið búið!
Hitt atriðið sem umboðsmaður fann að og skiptir kannski mestu máli, ekki síst fyrir það starfsfólk sem missti stórann hluta þeirra tekna sem það taldi sig hafa ráðið sig til, yfir sumartímann, brotið á meðalhófsreglunni. Hvernig ætlar hún að "leiðrétta" það brot sitt? Kannski bara leggja slíkar reglur af? Að koma hér á Stalínísku stjórnkerfi einræðisríkis? Það er ekki að ástæðulausu að talað er um meðalhóf í ákvörðunum ráðherra, eða annarra í stjórnsýslunni. Það er stór hluti þess sem við köllum lýðræði. Að ákvörðun stjórnvalds sé ekki af ætt einræðis, heldur skuli lýðræðisleg gildi ráða.
Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem Svandís Svavarsdóttir, í stól ráðherra, brýtur lög. Hún er orðin nokkuð sjóuð á því sviði. Enda viðbrögð hennar nú, strax nokkuð forhert. Lætur í léttu rúmi liggja þó hún hafi skapað ríkisjóð bótaskyldu upp á háar upphæðir.
Það var undarlegt val hjá formanni VG að velja Svandísi í ríkisstjórn, eftir forsögu hennar á því sviði. Nú, þegar séð er að Svandís hikar ekki við að halda uppi sömu tilburðum og lætur lög ekki þvælast fyrir sér, heldur hvernig henni finnst að lögin eigi að vera, hlýtur formaðurinn að endurskoða veru Svandísar á ráðherrastóli.
Þingflokksformaður Framsóknar er auðvitað efins um hvað skuli gera. Er í algerum stíl við sinn flokk, lætur vindinn einan ráða hver stefnan er. Þorir ekki að taka af skarið. Sjallar eru aftur nokkuð ákveðnari í sinni afstöðu, þ.e. nokkrir þingmenn flokksins, ennþá. Forustan lætur hins vegar ekkert uppi og mun sennilega kyngja stoltinu einu sinni enn. Skoðanakannanir eru ekki hagstæðar til kosninga fyrir flokkinn nú. Því mun sennilega eitthvað fækka þeim röddum þingmanna flokksins sem hafa kjark til að tjá sína skoðun á þessu máli, eins og svo mörgum öðrum.
Auðvitað hefði verið hreinlegast og eðlilegast að matvælaráðherra hefði sagt af sér, strax og niðurstöður umboðsmanns lágu fyrir. Það hefðu verið eðlileg viðbrögð og henni og flokk hennar til framdráttar. En úr því svo var ekki kemur það í hlut formanns VG að taka af skarið. Eða ætlar hún að storka enn frekar örlögum ríkisstjórnarinnar? Þar er vart borð fyrir báru.
Telur ekki tilefni til að kalla saman þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, Svanhvít er búin að vera okkur íslendingum og fyrirtækjum mjög dýr.
Mér er minnistætt þegar hún afþakkaðu úthlutaðan kvóta til handa íslendingum í Kyoto.
Ég helda að það hafi kostað okkur nokkra milljarða
Eggert Guðmundsson, 6.1.2024 kl. 13:09
Þetta er rétt það eru viðbrögð ráðherrans og skýringar sem eru vægast sagt ekki í lagi!
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 6.1.2024 kl. 20:28
Hinn ágæti maður, Kristján Loftsson, þarf að kæra hana persónulega, og kefjast bótra frá henni persónulega, sem hún þarf svo að borga úr eigin vasa, persónulega, þó hún þurfi að selja húsið sitt til þess.
Það væri eina réttlætið, enda er hún persónulega ábyrg fyrir þessu.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.1.2024 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.