Spilling Pírata
13.5.2023 | 23:32
Samkvæmt heimasíðu Pírata var þessi stjórnmálaflokkur stofnaður 2012. Fyrst sem stjórnmálaafl án einkenna stjórnmálaflokks en er orðinn að hörðum og spilltum stjórnmálaflokki.
Þeir sem muna stofnun flokksins, muna væntanlega fyrir hvað hann var stofnaður og hvert grunngildið skyldi vera. Þeim sem brestur minnið er hægt að benda á að flokkurinn var stofnaður sem afl gegn svokölluðum fjórflokki og þeirri spillingu sem talin var gerjast innan þeirra flokka. Meint spilling í stjórnmálum var því kveikjan að stofnun Pírata. Þetta er gott að hafa í huga.
Þó er það svo að eini alþingismaðurinn sem siðanefnd Alþingis hefur dæmt fyrir brot á siðareglum þingsins er þó úr röðum þingmanna Pírata. Nú er annar þingmaður flokksins gerður ber að því að gæta einkahagsmuna í nefnd Alþingis. Starfaði áður sem lögmaður og tók að sér málefni einstaklinga. Sum þeirra mála gengu ekki fram, eftir þeirri lögfræðilegu leið sem lögfræðingurinn þurfti að starfa eftir. Eftir að hafa hlotið brautargengi inn á Alþingi nýtti þessi þingmaður Pírata hins vegar stöðu sína til afgreiðslu þessara mála þar.
Varla verður spillingin tærari og hlýtur þessi framganga þingmannsins að koma fyrir siðanefnd Alþingis. Í öllu falli er deginum ljósara að þingmenn Pírata eru engir eftirbátar annarra þingmanna í spillingu, mun freka hægt að segja þá leiðandi á því sviði.
Hitt er svo nokkuð umhugsunarvert, að þrátt fyrir að siðanefnd Alþingis hafi dæmt þingmann brotlegan á siðareglum, starfar hann enn sem þingmaður. Fáir hafa verið ötulli við kröfur um afsagnir þingmanna við hin minnstu tilfelli en einmitt Píratar og þar hefur hinn dæmdi þingmaður flokksins ekki látið sitt eftir liggja.
Þessi stjórnmálaflokkur hefur algerlega fyrirgert trausti kjósenda. Þeir sem kjósa svona fólk á þing, fólk sem ekki sér sóma sinn í að hverfa á braut eftir að hafa fengið á sig dóm siðanefndar og fólk sem leynt og ljóst nýtir aðstöðu sína á þingi sér sjálfu til framdráttar, ættu að skoða hug sinn vandlega. Grunngildi flokksins eru fallin og það sem verr er, þingmenn flokksins eru orðnir spilltari en þingmenn annarra flokka.
Vandræði í veitingu þings á ríkisfangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Facebook
Athugasemdir
Píratar hafa í gegnum ferilinn staðið hart GEGN kristni og kristnum gildum, en þeir mættu hafa í huga þetta sígilda: "SÁ YÐAR SEM SYNDLAUS ER KASTI FYRSTA STEININNUM"........
Jóhann Elíasson, 14.5.2023 kl. 10:06
Hvernig dettur fólki í hug, að rífa niður Kristin gildi í Kristnu landi ?
Landið hefur verið kosið friðsamasta land heimsins þrettán ár í röð, elgos og jarðskjálftar varla skaðað neinn, gjöful fiskimið, heitt vatn, nægt rafmagn, og matur.
Öll þessi lífsgæði eru einmitt fylgifiskar Kristinnar trúar í landinu.
Fólk þarf að fara að rístarta fattaranum ,,halló !
Loncexter, 14.5.2023 kl. 13:03
Ráðgefandi siðanefnd Alþingis hefur ekki dómsvald og dæmir engan, hún lætur aftur á móti í té álit, sem er hvorki úrskurður né dómur. Pólitísk misnotkun nefndarinnar til að láta í té það álit sem er vísað til í pistlinum er skýr birtingarmynd spillingar.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2023 kl. 13:27
Ágætis pistill, sem ég er sammála (nema þágufallshneigðinni).
"Þeim sem brestur minnið er hægt að benda á ..." (tilvitnun)
Ef mig brestur ekki minni, þá er það þolfallið sem hér á við.
Þórhallur Pálsson, 14.5.2023 kl. 14:56
Takk fyrir ábendinguna, Þórhallur
Gunnar Heiðarsson, 14.5.2023 kl. 15:36
Ég veit vel að siðanefnd hefur ekki dómsvald Guðmundur. Þá væri viðkomandi þingmaður væntanlega ekki enn við störf. Hitt er þó ljóst að dómur eða álit er sannarlega úrskurður nefndarinnar.
Engu að síður hefur einungis einn þingmaður fengið á sig áfellisdóm (álit) siðanefndar Alþingis og það er þingmaður Pírata. Þingmaður sem hefur snefil af siðferði tekur slíkan dóm eða álit alvarlega. Ef siðferðið er ríkt, eins og Píratar telja sig bera, segði slíkur þingmaður starfi sínu lausu. Þeir hafa verið duglegir með slíkar kröfur á aðra þingmenn, þó "sök" þeirra sé vægari. Jafnvel krafist afsagnar af þingmönnum sem siðanefnd hefur ekki talið hafa brotið siðareglur Alþingis.
Ef dómar eða álit siðanefndar skipta engu máli og afleiðingarnar eru engar, má allt eins leggja þessa nefnd niður.
Gunnar Heiðarsson, 14.5.2023 kl. 15:51
Held reyndar að kristin gildi dugi lítið á Pírata, Jóhann. Reyndar fátt sem dugir gegn siðleysingjum.
Gunnar Heiðarsson, 14.5.2023 kl. 15:53
Í praksís?
Flokkur Pírata er flokkur málaliða.
Einungis hinir blindu, siðblindu,
telja hag sínum borgið sem málaliðar
tvískinnungsins og hræsninnar.
Það er augljóst.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.5.2023 kl. 17:25
Gunnar.
Hneykslið felst í misnotkun nefndarinnar til að gefa út umrætt álit í því skyni að klekkja á pólitískum andstæðingi. Með því voru framin skemmdarverk á trúverðugleika nefndarinnar og hún gerð ómerk.
Pólitískt álit er ekkert merkilegra en skoðun þín eða mín.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.5.2023 kl. 10:45
Sæll Guðmundur
Ég get verið sammála þér um að pólitískar nefndir um þessi mál eru ekki besta lausnin. Hún hefur þann stóra ókost að þeir sem ekki vilja viðurkenna álit slíkra nefnda geta alltaf skýlt sér á bak við að um pólitíska niðurstöðu sé að ræða.
Þá eigum við bara að leggja niður slíkar nefndir. Siðareglur, hvort heldur er fyrir starfsmenn Alþingis eða aðra, verði einfaldlega sett í lög og dómstólar dæmi um sekt eða sýknu. Þá er líka ekki lengur hægt að forðast afleiðingarnar. Þingmenn sem fyrir slíkum dómi yrðu, munu þá umsvifalaust verða að ganga af þingi.
Gunnar Heiðarsson, 15.5.2023 kl. 15:06
Samkvæmt þrígreiningu ríkisvaldsins er löggjafarvaldið óháð dómsvaldinu og því gæti dómstóll aldrei skipt sér af þessu.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.5.2023 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.