Skammgóður vermir

Á dögunum var FM mastur rúv á Eiðum fellt. Mastrið var 220 metra hátt og sást víða, einkum er skyggja tók, en þá mátti sjá ljósblikkið efst á því. Margur Héraðsbúinn fagnaði þessu og taldi mastrið hafa haft truflandi áhrif á líf þeirra og tilveru.

En vermirinn verður kannski skammur. Til stendur að reisa allt að 90 vindtúrbínur í landi Klaustursels. Hver þeirra verður heldur hærri en hið fallna mastur og á toppi hverrar þeirra verður blikkandi ljós. Þá munu þessar vindtúrbínur hafa spaða sem slaga hátt í eitt hundrað metra að lengd, þrjú stykki á hverri, sem snúast þegar vind hreyfir.  Þetta mun yfirgnæfa allt þar eystra, kannski mesta sjónmengunin einmitt af Héraðinu.

Í stað þess að Héraðsbúar leggi leið sína að mastri og hlusti á stagvíra þess syngja í vindinum, munu íbúar héraðsins getað dundað sér við að tína upp dauða fugla umhverfis Klausturselið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband