Hávaði
23.12.2022 | 23:34
Þó smá hávaði (100db) heyrist eina kvöldstund á ári, þarf ekki að ganga af göflunum. Og jafnvel þó eitthvað meiri hávaði heyrist á rokktónleikum, standa þeir stutt yfir. Hins vegar getur orðið óbyggjandi þegar slíkur hávaði er stöðugur, allan sólahringinn alla daga ársins.
Á heimasíðu Veritas kemur fram að minnst vindtúrbínurnar sem þeir framleiða, 6 MW, geti hávaði orðið um 104 db. Þarna er um stöðugan hávaða að ræða og þegar slíkum túrbínum er safnað saman á einn stað, allt að 100 stk. eins og stærstu vindorkuverin gera ráð fyrir hér á landi, er ljóst að sá hann verður ærandi.
Farið nú öll út á götu á gamlárskvöld og hlustið vel hvernig 100 db hávaði sker í eyrun. Þá fáið þið smá innsýn í hvernig verður að búa nærri vindorkuverum. Af hafa slíkan hávaða, jafnvel margfalt meiri, yfir sér alla daga og allar nætur, 365 daga ársins!
Í þeim samanburði verður gamlárskvöld að hreinni skemmtun.
Hávaði gæti farið í 100 desíbel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.