Málfrelsi

Alla tíð hefur mér skilist að málfrelsi fælist í að allar skoðanir væru leifðar. Nú er víst komið nýtt málfrelsi, ritskoðað.

Fréttamenn ærast yfir því að Elon Musk skuli kaupa Tvitter, ekki vegna þess að einstaklingur skuli eignast þennan miðil, sem þó mætti gagnrýna, nei, heldur vegna þess að Musk hefur gefið út að málfrelsi muni verða aðalsmerki miðilsins, að allar skoðanir verði leyfðar. Það ofbýður fréttamönnum.

Þetta er nokkuð undarleg stefna fréttamanna, sem hingað til hafa talið réttlætanlegt að brjótast inn í skrifstofur, tölvukerfi og jafnvel íslenska síma, til að taka þaðan gögn. Þau gögn eru síðan notuð til að búa til fréttir. Skemmst er að minnast baráttu fyrir frelsi Asagne í þessu sambandi. Ekki ætla ég að fordæma þessar aðferðir, þó mér þyki þær ekki bera vott um heilbrigðan fréttaflutning. Í það minnsta er vart hægt að kalla þetta ritskoðað málfrelsi.

En þegar að öðrum kemur virðast fréttamenn eitthvað á öðru máli. Málflutning einstaklinga skal ritskoða, jafnvel þó engin lög séu brotin, einungis hugmyndir viðkomandi um menn og málefni.

Hvað er það sem fréttamenn óttast? Hvers vegna telja þeir sig einu handhafa sannleikans? Og kannski það sem mestu máli skiptir, hvað er falsfrétt?

Þegar einhver eða einhverjir telja sig þess megnuga að geta ráðið hvað málflutningur er réttur og hver rangur, erum við komin á nýjan og hættulegan stað í tilverunni!

 


mbl.is Blaðamenn fordæma yfirtöku Elon Musk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er reyndar ekki svo nýr staður. 

Mörgum fréttamönnum virðist hætta til að líta á sig sem æðstupresta sannleikans. 

Rétt eins og þekkt er úr trúarlífi mannkyns að ekki var sama hverjir töluðu um Guð og hvernig. 

Útaf fyrir sig merkilegt og áhugavert fyrirbæri hvernig trúarleg minni læðast inn í nútímamenningu.

Losunarkvótar/sala aflátsbréfa

Slaufunarmenning/nornabrennur

Fótboltafélög/trúarbrögð

Flautublásarar/Marteinn Lúter

Umhverfisvernd/erfðasyndin

Feðraveldið/erfðasyndin

Óöld í vanþróðum ríkjum/erfðasyndin (sök nútíma íslendings)

Svona svo eitthvað sé nefnt. 

En auðvitað hlýtur lokatakmark allra "alvöru" blaðamanna að flytja fréttir af því hvað menn ætli að gera eða janfvel hvað þeir hugsa. 

Spurning hvort þeir bestu í faginu séu ekki bara komnir þangað nú þegar sbr. viðhengi!  ;-) 

https://www.dv.is/433/2021/3/2/sjadu-atvikid-gomadur-vid-ad-glapa-rassinn-hennar/

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.4.2022 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband