Jökull bráðnar - yfir sumartímann

Með hlýnandi veðri hopa skriðjöklar. Það þarf engin vísindi til að átta sig á því.

Þegar menn fara að taka myndskeið af skriðjökli, frá vori til hausts og segja að bráðnun hans sé skýrt merki um að heimurinn sé að farast vegna hlýnunar, er eitthvað að í kollinum á fólki. Allt eins mætti taka slíkt myndskeið frá hausti til vors og halda því fram að ísöld sé að skella á.

Eina leiðin til að segja til um hopun skriðjökla er að taka mynd einu sinni á ári, á svipuðum tíma og bera þær saman yfir nokkur ár. Þessar myndir eru til og sýna svo ekki verður um villst að jöklar hopa, eða að minnsta kosti var svo fyrir tveim árum. Ekki hafa verið opinberaðar yngri myndir en það.

Hlýnun jarðar er staðreynd, þ.e. ef talið er frá lokum litlu ísaldar. Hiti jarðar er þó ekki nærri komin að meðalhita á þessu hlýskeiði og enn lengra frá meðalhita á því hlýskeiði sem var fyrir síðust alvöru ísöld. Jörðin er enn hársbreidd frá ísöld.

Hitt er annað mál að með aukinni hlýnun mun ýmislegt breytast á jörðinni. Maður væri nokkuð rólegri ef ráðstefnan mannmarga í Glasgow hefði verið um hvernig þjóðir heims ætla að tækla þær breytingar. Við munum ekki geta stjórnað veðrinu, en við getum búið okkur undir þær breytingar sem breytt veðurfar hefur í för með sér.

 


mbl.is Myndskeið af Breiðamerkurjökli vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

ÉG tók eftir að jökullinn Gláma sem bar við himinn í botni Dýrfjarðar,var ekki eins áberandi þegar ég ók þar um nokkru fyrir seinustu áramót.Ég var að skoða myndir frá þessu svæði sem var eftirlæti okkar skáta að dvelja á. Ég veit núna að Gláma heitir  allt hálendissvæðið á Vestfjörðum milli Breiðafjarðar og Dýrafjarðar að vestan og Ísafjarðardjúps að norðaustan. Það á eftir að snjóa um allt landð aftur þegar hlýindaskeiðinu líkur,geta menn ekki beðið eftir því? 

Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2021 kl. 01:45

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er svokallaður time lapse tekinn á sama stað yfir skamman tíma og líklega að vori þar sem tungan er þynnst. Raunar er ekki að sjá að þetta sé ís, heldur snjór.  Ef jöklar væru að bráðna á þessum hraða þá væri ekki snjóskafl á íslandi lengur.

Allt er gert til að hræra upp angist og hamra á ótta og skelfingu. Þetta er eitt ódýrasta bragðið sem ég hef séð lengi. Megi viðkomandi eiga skít og skömm fyrir.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2021 kl. 17:06

3 identicon

Mælum hita út fyrir borgarmörk.

Hættum að eyða ferðum til fjarlægra landa um eitrað spjall að afeitra móður jörð.

Nýtum okkar eigin orku með stirling, nitinol,binary vapour cicle og Passive House hönnun.

Fyrrverandi forseti ÓRG hefur verið að hvetja til einkavæðingar rafmagns.

Þannig, tími til komin að búa okkur undir að verja almenning fyrir einu mesta arðráni íslandssögunnar.

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 12.11.2021 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband