Landsvirkjun, fyrirtæki okkar landsmanna
8.11.2021 | 07:46
Landsvirkjun, fyrirtæki okkar landsmanna, tilkynnir um hækkun á raforkuverði. Rökin eru framboð og eftirspurn, án frekari skýringa. Einnig kemur fram í fréttinni að lægra sé í lónum fyrirtækisins en gott þykir. Rúsínan í pylsuendanum er svo að þessi hækkun sé óveruleg, nánast engin. Hvers vegna var þá verið að hækka gjaldskrána?
Það er ljóst að verðbólga í landinu er á fleygiferð uppávið, ekki vegna aukinnar framleiðni, heldur utanaðkomandi hækkana, sem stjórnvöld hér geta lítið um breytt. Stjórnvöld hafa hins vegar yfir ýmsum fyrirtækjum að ráða, m.a. Landsvirkjun. Því eiga stjórnvöld að sjá til þess að þau fyrirtækli sem þau hafa ítök í hækki ekki sínar gjaldskrár, frekar að þau lækki þær. Þannig má vega upp á móti verðbólgunni og þannig eru stjórnvöld í sterkari stöðu til að mælast til að önnur fyrirtæki haldi sínum hækkunum í skefjum. Þó verðhækkun Landsvirkjunar sé sögð "óveruleg" er það hækkun engu að síður og gefur fordæmi.
En aftur að rökum Landsvirkjunar. Framboð og eftirspurn er frekar erfitt að skilja, enda minnsti hluti raforkuframleiðslunnar sem fer á opin markað. Stórnotendur eru með fasta samninga, þannig að þessi hækkun kemur ekki á þá. Hins vegar malar Landsvirkjun gull af þeim samningum nú, þar sem þeir samningar hafa tengingar í suma af þeim þáttum erlendis, sem valda aukinni verðbólgu hér á landi. Hrávöruverð og orkuverð erlendis.
Framboð getur auðvitað verið breytilegt í framleiðslu fyrirtækisins en eftirspurnin er hins vegar nokkuð stöðug - uppávið. Ef eitthvað ójafnvægi hefur myndast milli framboðs og eftirspurnar hjá Landsvirkjun, stafar það af því einu að forsvarsmenn fyrirtækisins hafa verið sofandi á verðinum. Þeir eiga að sjá til þess að ætíð sé næg orka til fyrir landsmenn og ef ástæða þessa ójafnvægis er lág staða í lónum fyrirtækisins, er ljóst að eitthvað er að í rekstri fyrirtækisins. Það er ekki hægt að skella þeirri sök á veðurfarið og enn síður eiga eigendur Landsvirkjunar - notendur orkunnar, að taka á sig vangetur stjórnenda fyrirtækisins!
Verð hjá Landsvirkjun hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:50 | Facebook
Athugasemdir
Hárréttar athugasemdir, Gunnar!
Ívar Pálsson, 8.11.2021 kl. 10:59
Sæll Gunnar frændi; sem og aðrir gestir, þínir !
Þakka þjer fyrir; greinagóða samantektina, frændi.
Ívar; mætur Verkfræðingurinn !
Núna sjezt bezt; hvers lags forað flokkur þinn (svonefndur Sjálfstæðisflokkur - vona; að þú sjert genginn úr honum Ívar minn) er að draga landsmenn út í:: meðhöndlan þessa liðs á Landsvirkjun og afurðum hennar er einungis brotabrot af því, sem hin ráðandi Engeyinga - Samherja Mafía er að sporðreisa þessi misserin hjerlendis, nema:: landsmenn fari að taka á sig rögg og steypa þessu illþýði algjörlega, frá ÖLLUM valdastólum.
Minnumst; meðhöndlan þálifandi Íslendinga (á 14. öld) þá Smiður Andrésson og liðssafnaður hans var afgreiddur norður á Grund í Eyjafirði / svo og (á 15. öldinni) þá Norðlendingar, ásamt frændum mínum uppi í Byskupstungum gengu snyrtilega frá Jóni Gerrekssyni í Brúará, á hinum gömlu Hreppamörkum Grímsness- og Byskupstungna, piltar.
Þó svo; að á sjötugsaldurinn sje kominn sjálfur, væri jeg alveg til í að veita harðfylginni sveit ungra manna atfylgi, sem ráða vildu niðurlögum óþverra klíku : Katrínar Jakobsdóttur / Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar þó, ekki væri nema með því að reka þetta pack af landi hjer, til óafturkallanlegrar útlegðar, ágætu drengir.
Annað; verðskulda þessi illyrmi ekki, svo mikið er þó víst !
Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.11.2021 kl. 18:27
... sælir; á ný.
Ívar !
Bið þig forláts á; að rangherma fræðititil þinn / Viðskiptafræðingur mæti, átti auðvitað að standa, þar.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.11.2021 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.