Rétt og rangt hjá Ólafi

Það er rétt hjá Ólafi að í 31. grein stjórnarskrár er talað um að jafna eigi þingsæti milli kjördæma, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta er einnig tekið fyrir í lögum um kosningum til Alþingis.

Hitt er rangt hjá honum og kemur það verulega á óvart hjá einum mesta stjórnmálaspeking landsins, að það sé verkefni Alþingis að jafna þennan mun. Bæði í stjórnarskránni sem og lögum um kosningar til Alþingis, er skýrt tekið á um að þetta vald sé í höndum landskjörsstjórnar.

Í 31. grein stjórnarskrár segir; Ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun.

Og í 9. grein laga um kosningar til Alþingis segir; Eftir hverjar alþingiskosningar skal landskjörstjórn reikna út hvort kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum skv. 2. mgr. 8. gr., séu helmingi færri í einu kjördæmi en kjósendur að baki hverju þingsæti í einhverju öðru kjördæmi, miðað við kjörskrá í nýafstöðnum kosningum, sbr. 5. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar. Ef svo er skal landskjörstjórn breyta fjölda kjördæmissæta í kjördæmum þannig að dregið verði úr þessum mun. Sú breyting má þó aldrei verða meiri en þörf krefur hverju sinni til þess að fullnægja fyrirmælum þessa stjórnarskrárákvæðis.

Það liggur því nokkuð ljóst fyrir að Alþingi á ekki neina aðkomu að þessu verkefni. Nú vill svo til að fjöldi kjósenda á kjörskrá í einu  kjördæmi er um það bil helmingi færri en í öðru, er alveg á mörkum þess að landskjörstjórn geti beitt þessu ákvæði. Um er að ræða það kjördæmi sem fæsta þingmenn hafa og það sem flesta hafa. Það myndi þá fækka um enn einn í því sem fæsta hefur og fjölga um einn í því sem flesta hefur. Þetta er vand með farið og spurning hvort ekki væri betra að jafna þennan mun með breytingu á þeim þrem kjördæmum sem eru á suð vestur horninu, þ.e. Reykjavíkurkjördæmunum og Kraganum. Að baki hvers þingmanns í Reykjavíkurkjördæmunum liggja mun færri kosningabærir einstaklingar en að baki hvers þingmanns í Kraganum. Þar þarf Alþingi aftur að koma að málum, því ekki má breyta kjördæmaskipan nema á Alþingi, að undanteknum Reykjavíkurkjördæmunum tveim. Þar hefur landkjörstjórn heimild til að breyta kjördæmaskipan, innan þeirra tveggja.

Það er því ekki Alþingis að framkvæma ákvæði 31. greinar stjórnarskrár, eða 9. greinar laga um kosninga til Alþingis. Það verkefni er í höndum landkjörstjórnar og eiginlega nokkuð undarlegt að stjórnmálafræðingurinn skuli ekki vita það.


mbl.is Segir Alþingi vanrækja skyldu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband