Við áramót
4.1.2021 | 00:25
Við áramót er gjarnan litið yfir farinn veg og spáð í framtíðina. Síðasta ár var vissulega nokkuð sérstakt. Byrjaði á hefðbundinn hátt en breyttist snarlega er covid veiran lagðist yfir heimsbyggðina. Á vordögum leir út fyrir að við hefðum náð að yfirbuga þennan vágest hér á landi en eins og oftast þá gátu stjórnmálamenn ekki staðið í lappirnar. Opnað var fyrir ferðafólk til landsins og einhver óskiljanleg túlkun á grænum, gulum og rauðum löndum látin ráða hvort þeir kæmu óheftir til landsins eða hvort þeim væri skylt að hlíta sóttvarnarprófi. Þó var öllum ljóst að veiran var óheft innan allra landa í kringum okkur. Því fór sem fór, veiran komst aftur til landsins og það sem eftir var ársins var háð erfið barátta gegn henni. Sumir hafa viljað að áramótaskaupið snerist um fleira en covid, en þar sem fátt annað komst að hér á landi á liðnu ári lýsti það kannski best hvernig það var.
Ekki meira um síðasta ár, spáum frekar í framtíðina. Verður nýbyrjað ár betra en það liðna? Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör, enda ekki auðvelt að spáa um það ókomna.
Þó eru merki þess að komandi ár muni geta orðið okkur slæmt á marga lund, að teknar verði ákvarðanir sem ekki er hægt að bólusetja gegn. Þar hræðist maður mest þá kjarklausu og stefnulausu stjórnmálamenn, sem ráða framtíð okkar hvað mest. Merki þess hafa þegar verið teiknuð í skýin.
Forsætisráðherra segir stjórn hluta þjóðarinnar verða búinn að fá bólusetningu á fyrri hluta ársins. Þó er ekki fast í hendi bóluefni nema fyrir 0,6% hennar fram til loka mars. Hvenær meira bóluefni kemur er óskhyggja ein. Sá aðili sem stærsti samningur hefur verið gerður við hefur ekki enn lokið prófunum og vonast til að koma sínu efni á markað einhvertímann á haustdögum! Annað hvort er árið hjá forsætisráðherra mun lengra en gregoríanska dagatalið segir til um eða hún er beinlínis að ljúga að þjóðinni. Það er ljótt að ljúga, jafnvel þó verið sé að reyna að afvegaleiða mistök.
Umhverfisráðherra leggur ofuráherslu á að koma á stofn hálendisþjóðgarði. Fyrir utan vanreifað frumvarp, sem gefur fáum vald yfir stórum hluta landsins, mun kostnaður vegna þessa ævintýris verða geigvænlegur. Eftir þau fjárhagslegu áföll sem ríkissjóður og þjóðin öll hefur orðið fyrir vegna covid er vart hægt að kalla það heila hugsun að ætla að veðsetja ríkissjóð vegna einhverra gæluverkefna, sem sýnast þjóna þeim eina tilgang að reisa minnisvarða um mann sem ekki einu sinni var kjörinn af þjóðinni.
Sem fyrr segir er búið að veðsetja ríkissjóð meira en nokkurn tímann áður, vegna þeirra hamfara sem covid hefur valdið. Það mun verða verkefni stjórnvalda næstu árin að vinna þær skuldir niður. Það verður ekki gert með aukinni skattlagningu, einungis aukinni verðmætasköpun. Því eru kosningarnar í haust nokkuð áhyggjuefni. Líklegt er að einsmálsflokkarnir Viðreisn og Samfylking komist til valda og þá munu þeir auðvitað vinna að sínu stefnumáli. Skiptir þar næsta litlu hvort þeir mynda stjórn til vinstri eða hægri. Við þekkjum hins vegar stjórnarháttu til vinstri, bæði í landsstjórninni sem borgarstjórn. Ljóst er að peningavit á þeim vængnum er takmarkað og engin stjórn sett á jafn marga skatta á þjóðina og ríkisstjórn Jóhönnu. Því yrði heldur verra ef mynduð verður stjórn til vinstri en hægri, þó vissulega sé erfitt að treysta á núverandi fjármálaráðherra.
Næstu kosningar eru því sennilega einhverjar mikilvægustu kosningar sem þjóðin stendur frammi fyrir. Þar er efnahagsleg uppbygging að veði, auk auðvitað sjálfstæði okkar!
Að framansögðu er varla hægt að vera bjartsýnn á komaandi ár, en þó ætla ég að leyf mér að trúa því að þjóðin hafi vit. Ég er ekki spámaður og vonandi fer allt á betri veg
Gleðilegt ár til allra sem nenna að heimsækja þessa síðu mína.
Stór hluti bólusettur á fyrri hluta 2021 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:28 | Facebook
Athugasemdir
Sæll! Ég ætla nú að leyfi mér að vera stelpulega kerlingaleg og inna síðuhafa eftir hvort hann hafi áhuga á að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum? Ég veit að margir á þínu caliberi samþykktu það ekki nema fyrir þjóð sína.- Annars Gleðilegt nýtt ár!
Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2021 kl. 01:45
Ég vildi fá að kjósa Gunnar á lista Sjálfstæðisflokksins sem er eini vitræni flokkurinn á þingi miðað við þetta ESB landsölupakk og skrílinn á Píratalistanum
Halldór Jónsson, 4.1.2021 kl. 03:00
Sjalfstæðisflokkinn eins og hann er núna Halldór minn,nei ekki með alla þessa Esbéinga innanborðs,sem eru samherjar þeirra eftir allt gáðu að þvi. En meistarinn ´svarar kannski.
Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2021 kl. 05:56
Tiltektin í Sjálfstæðisflokki, þegar Viðreisn var stofnuð, tókst ekki sem skildi. Of margir urðu eftir sem sannarlega áttu að færast yfir. Þar má nefna forustu flokksins sem dæmi.
Eðli þeirra hefur jafnan opinberast þegar kemur að stórum málum í samskiptum við ESB, icesave málinu og orkupakkamálinu, sem dæmi. Þar fór ekkert á milli mála hvar forusta flokksins liggur, þó hinn almenni flokksfélagi horfi enn til og vonar að hin eiginlega sjálfstæðisstefna vakni aftur. Þar sem kjörorðið var stétt með stétt var haft í hávegum og frelsi einstaklingsins virt.
Gunnar Heiðarsson, 4.1.2021 kl. 06:23
Evrópusambandsríkin hafa samið um kaup á meira bóluefni gegn Covid-19 en Bandaríkin, miðað við íbúafjölda þessara ríkja, samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni.
Öll Evrópusambandsríkin og Noregur hafa nú þegar samið um að fá 83% meira af bóluefni gegn Covid-19 en allir íbúar þessara landa þurfa, Bandaríkin 69% meira og Ísland 56% meira en allir landsmenn þurfa.
Covid-19 Tracker - Bloomberg
Bólusetning með bóluefni Pfizer-BioNTech er hafin á Evrópska efnahagssvæðinu og reiknað er með að Lyfjastofnun Evrópu samþykki bóluefni Moderna í dag, mánudag.
Ekki þarf að bólusetja nema 60-70% af íbúum hvers lands til að ná hjarðónæmi og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að því takmarki verður náð á fyrrihluta þessa árs á Evrópska efnahagssvæðinu (í Evrópusambandsríkjunum, Noregi og hér á Íslandi).
3.1.2021 (í gær):
"Stella Kyriakides heilsu- og matvælaöryggisstjóri Evrópusambandsins segir ekki hægt að kenna sambandinu um tafir við afhendingu bóluefna.
Vandinn liggi í hve hægt gengur að framleiða nægilega mikið til að mæta eftirspurninni en með aðstoð muni sá vandi leysast smám saman."
Evrópusambandið styður við framleiðslu bóluefna
1.1.2021 (síðastliðinn föstudag):
"Þýska lyfjafyrirtækið BioNTech keppist nú við að auka framleiðslugetu á bóluefninu sem það þróaði í samvinnu við bandaríska lyfjarisann Pfizer."
"Fyrirtækið stefnir á að opna nýja verksmiðju í þýsku borginni Marburg í febrúar og framleiða þar 250 milljónir skammta í viðbót við þá sem áður hafði verið áætlað.
Þá hafa forsvarsmenn fyrirtækisins gert samninga við fimm lyfjaframleiðendur um framleiðslu á efninu og viðræður standa nú yfir við fleiri fyrirtæki."
BioNTech keppist við að auka framleiðslugetuna
Þorsteinn Briem, 4.1.2021 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.