Flestu má kenna covid

Flest er nú hægt að kenna covid. Ef maður rekur við þá er það covid að kenna. Ömurlegri eru þó ummæli framkvæmdarstjóra Veitna um að "lít­il von hafi verið á viðlíka kuldakasti og því sem vænt­an­legt er næstu daga". Það þarf ekki annað en líta eitt ár aftur í tímann, upp á dag, til að sjá slíkt kuldakast á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta eru fátæklegar afsakanir framkvæmdastjórans. Staðreyndin er einföld. Samfara fordæmalausri fjölgun húsnæðis hefur nú um nokkurra ára skeið hefur verið alger stöðnun í orkuöflun Veitna, sem leiðir af sér skort við minnsta frávik í veðri. Það er ekki eins og einhver fimbulkuldi eigi sér stað þessa dagana, hér á sv horni landsins. Hvernig færu Veitur að ef mikla kuldatíð gerði, svo vikum skiptir?  Það er þó eitt sem allir virðast sammála um, nema forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur, að búast má við kaldari vetrum á næstu áratugum. Loftlagsglóparnir segja það fylgifisk hlýnunar jarðar, en raunsæisfólk horfir á hitamælinn sinn og sér hvert stefnir.

 


mbl.is Bólusetning gæti gerst mjög hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi mældist yfir 20 stiga hiti en einnig meira en 20 stiga frost í nóvember síðastliðnum. cool

2.2.2020 (í fyrradag):

Árið 2020 eitt af þeim hlýjustu í heiminum

3.12.2020 (í gær):

"Gest­ur Pét­urs­son fram­kvæmda­stjóri Veitna seg­ir heita­vatns­skort vegna kuldakasts sem er nú yf­ir­vof­andi ná­tengd­an auk­inni heita­vatns­notk­un fólks á tím­um far­ald­urs­ins.

Máli sínu til stuðnings vís­ar hann til rann­sókn­ar á 350 kín­versk­um heim­il­um í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins þar í landi."

"Rannsóknin sýni 60% aukn­ingu á orku­notk­un heim­ila vegna hit­un­ar og kæl­ing­ar og 40% aukn­ingu vegna lýs­ing­ar." cool

Aukin heitavatnsnotkun heimila vegna Covid-19

1.12.2020 (síðastliðinn þriðjudag):

"Kuldakastið sem gengur yfir landið næstu daga verður trúlega það mesta í Reykjavík í sjö ár. cool

Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á vefnum Bliku.is.

Þegar vindkæling er tekin með í reikninginn megi búast við að frost í höfuðborginni jafngildi sextán stigum á fimmtudag og föstudag."

Frost jafngildi sextán stigum í trúlega mesta kuldakasti í Reykjavík frá árinu 2013

3.12.2020 (í gær):

"Gangi veðurspá eftir stefnir í að notkunin verði komin upp undir 18.000 m3/klst sem slær út fyrra met sem er 17.000 m3/klst." cool

Notkun á heitu vatni eykst - Veitur

1.12.2020 (síðastliðinn þriðjudag):

"Kerfi hitaveitunnar er stórt og umfangsmikið og er í sífelldri uppbyggingu sem miðuð er að spám um fólksfjölgun og byggingamagn.

Það sem ekki var fyrirséð í langtímaspám var sú aukning sem verið hefur í notkun á hvern íbúa síðastliðið ár.

Til samanburðar hefur söguleg aukning i hitaveitunni verið 1,5-4% milli ára en heildarnotkunin í ár er 11% meiri en á síðasta ári. cool

Mikið hefur verið framkvæmt í hitaveitunni undanfarin ár til að mæta þessari auknu eftirspurn.

Meðal annars hefur varmastöð í Hellisheiðarvirkjun, sem framleiðir heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið, verið stækkuð, dælugeta kerfisins aukin og borholur á lághitasvæðum hvíldar yfir sumartímann til að auka aðgengilegan forða yfir vetrartímann." cool

Viðbragðsáætlun hitaveitu virkjuð vegna kuldakasts - Veitur

Þorsteinn Briem, 4.12.2020 kl. 02:06

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

https://www.veitur.is/frett/reykjavikurborg-kaupir-tvo-hitaveitutanka-i-oskjuhlid-0?fbclid=IwAR1g2sgREMehE2j42LWWy8W-O4J4A7Pg9qfHv72Y69vkCDkTh7a99j2UQes

kaup borgarinnar á tveimur hitaveitutönkum Veitna í Öskjuhlíð

Grímur Kjartansson, 4.12.2020 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband