Að vera rændur inn í pólitík
23.11.2020 | 07:48
Dagur B hefur ætíð verið duglegur að skreyta sig með stolnum fjöðrum og kenna öðrum þegar illa fer. Þarna gengur hann þó skrefi lengra en áður, skrefi sem gerir þennan mann ómerkari en áður.
Í viðhengdri frétt reynir Dagur að réttlæta viðtalið. Segir meiningu sína aðra en fram kemur í viðtalinu og hælir aðgerðum þríeykisins svokallaða. Hvergi kemur þó fram í viðtalinu við Bloomberg að heiðurinn sé annarra en Dags. Í formála þess er útilokað annað að skilja en að Dagur, í krafti sinnar læknismenntunar, sé heilinn og höfuðið að baki þeim árangri sem hér hefur náðst. Dagur hvorki leiðréttir það né minnist þríeykið í sjálfu viðtalinu. Uppveðrast og tekur fegins hendi því hóli sem Bloomberg ber á hann.
En það var einnig annað skondið sem fram kom í þessu viðtali. Eftir að Dagur var búinn að telja upp alla sína menntun, sagði hann að honum hafi verið rænt inn í pólitík. Hann hefði svo sem auðveldleg getað losað þau höft af sér eftir síðustu kosningar og sloppið frá ræningjunum, enda var honum hafnað af kjósendum. Það var einungis vegna nokkurra smáflokka, mönnuðum af jafn valdasjúku fólki og hann sjálfur, sem Degi tókst að halda völdum. Degi var því ekki rænt, heldur rændi hann borgarbúa lýðræðinu.
Eftir að hafa horft á þetta viðtal Bloombergs við Dag, er ljóst hvaða íslendingur líkist mest Trump. Sjálfshól, lygar og taktleysi við raunveruleikann einkennir þá báða, þó Trump hafi vissulega mun meira vit á fjármálum en Dagur, enda leitun að manni sem hefur tekist að koma heilli höfuðborg í jafn mikla fjárhagslega erfiðleika.
Þakka læknisfræðimenntun Dags fyrir viðbrögðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Athugasemdir
Samfylkingin, Vinstri grænir, Viðreisn og Píratar eru einfaldlega með meirihluta borgarfulltrúa.
14.8.2020:
Meirihlutinn í Reykjavík fengi þrjá borgarfulltrúa til viðbótar
Og mun líklegra að Sósíalistaflokkurinn með sinn borgarfulltrúa hafi meiri áhuga á að mynda meirihluta borgarstjórnar með þessum flokkum en Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum, sem eru til að mynda á móti Borgarlínunni.
Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður hins vegar Borgarlínuna.
26.9.2019:
"Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa undirritað tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára."
Sáttmáli undirritaður um fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu - Stjórnarráð Íslands
Ríkisstjórnin er fyrir margt löngu kolfallin samkvæmt skoðanakönnunum og langlíklegast að sömu flokkar og nú mynda meirihluta borgarstjórnar verði í næstu ríkisstjórn.
Íbúum Reykjavíkur hefur fjölgað um heila Akureyri síðastliðna tvo áratugi og væntanlega hafa þeir sjálfir valið að búa í Reykjavík.
Þar að auki starfa þúsundir manna í Reykjavík sem ekki búa þar, til að mynda Seltirningar, enda er nánast engin atvinnustarfsemi á Seltjarnarnesi.
Jónas Kristjánsson 12.6.2020:
"Ársreikningar eru ágæt heimild um fjármálastjórn. Séu ársreikningar Reykjavíkur, Garðabæjar og Seltjarnarness fyrir árið 2019 bornir saman kemur fram að liðurinn "skuldir og skuldbindingar" hefur hækkað frá árinu áður, 2018, um 54% hjá Seltjarnarnesi, 15% hjá Garðabæ en 4,8% hjá Reykjavík.
Eigið fé á íbúa á Seltjarnarnesi lækkaði um 20 þúsund krónur en hækkaði hjá Garðabæ um 5.800 krónur og í Reykjavík hækkaði eigið fé á íbúa um 10.400 krónur. Og þannig mætti lengi telja.
Reykjavík er ekki verr rekin en nágrannasveitarfélögin nema síður sé og Seltjarnarnes er eina sveitarfélagið sem er rekið með tapi. Hvernig er það hægt? Þar hafa ekki verið neinar framkvæmdir í fjölda ára."
Þorsteinn Briem, 23.11.2020 kl. 09:24
Samfylking tapaði um 20% af sínu fylgi í síðustu borgarstjórnarkosningum, Þorsteinn. Það þarf ekkert fleiri orð um það.
Gunnar Heiðarsson, 23.11.2020 kl. 11:46
Er þessi Þorsteinn ekki bara Dagur sjálfur.
leifur bjarnason (IP-tala skráð) 23.11.2020 kl. 16:42
Jú Ísleifur, Nr 3. það gæti alveg verið sami grautur í sömu skál. Oj bjakk.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.11.2020 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.