Kveðja

Jón Valur Jensson er fallin frá og votta ég ættingjum hans samúð.

 

Við í þessu samfélagi hér, á moggablogginu, þekktum öll Jón Val. Hann hafði ákveðnar skoðanir og var fylginn sér, og flutti mál sitt af rökum og festu. Einkum ritaði Jón um þau mál er hann hafði menntað sig til, en einnig um dægurmál sem hæst stóðu hverju sinni. Gaman var að lesa skrif Jóns og ljóst að okkar samfélag er mun fátækara en áður.

Hvíl í friði kæri bloggvin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jón Valur var ágætur maður og góður kunningi, þótt við værum ekki ávallt sammála um allt á blogginu. En mér þykir leitt að sjá að bloggsíðum Jóns Vals hefur nú verið lokað. Vona að efnið hafi ekki allt farið forgörðum, því þar var margt gott að finna.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.1.2020 kl. 20:12

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvíl í friði bloggvinur á vel við hérna. 

Sigurður I B Guðmundsson, 9.1.2020 kl. 21:39

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Tek undir með ykkur félagar.

Gegnheill baráttumaður fyrir sínum lífskoðunum, ég átti samleið með honum í ICEsave, sérstaklega í gegnum samtökin Þjóðarheiður.

Stundum skyldi maður ekki vinnusemina í honum, hún var ótrúleg.

Hans verður sárt saknað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2020 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband