Sjálfskipaðir siðgæðisverðir
26.10.2019 | 08:28
Þeir leynast víða siðgæðisverðirnir, einkum þeir sjálfskipuðu.
Nú ætla svokallaðir dýravinir í Kína, sjálfskipaðir siðgæðisverðir um hag dýra, að ganga af göflunum og þykir meðferð hunda þar í landi vera hin versta. Lengi hefur verið vitað að hundar njóta lítillar virðingar þar í landi, þó hellst þegar þeir eru komnir á matardisk Kínverja.
En það er ekki matarvenjur Kínverja sem þessir sjálfskipuðu siðgæðisverði agnúast yfir, ekki sú leiðinda venja þeirra að leggja hunda sér til matar. Nei, það er vegna þess að einhverjum datt til hugar að lita hunda, gera þá líka pandabjörnum. Og það sem meira er að viðkomandi leifir fólki að klappa hundunum.
Sennilega eru flestir hundar í Kína sem vildu vera í sporum þeirra lituð, fá reglulega mat og gott atlægi og mikið af klappi og knúsi. Komast þannig hjá því að lenda á matardisk einhvers Kínverja.
Pandahundarnir eru umdeildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.